Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 06. desember 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eigendaskipti Sheffield United samþykkt
Enska deildasambandið, EFL, hefur samþykkt eigendaskipti á Sheffield United sem leikur í Championship deildinni.

Yusuf Giansiracusa forseti Sheffield United staðfesti fregnirnar í gær.

COH Sports er að kaupa Sheffield af Prince Abdullah bin Abdul Aziz Al Saud.

COH Sports er fjárfestahópur frá Bandaríkjunum sem Steven Rosen leiðir ásamt Helmy Eltoukhy.

Sheffield United vermir toppsæti Championship deildarinnar sem stendur, með 38 stig eftir 18 umferðir þrátt fyrir að hafa byrjað tímabilið með tvö mínusstig.
Athugasemdir
banner
banner