Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. janúar 2023 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: West Ham hafði betur gegn Brentford
Mynd: EPA
Strakosha eftir mistök í leik með Lazio.
Strakosha eftir mistök í leik með Lazio.
Mynd: EPA

West Ham United lagði Brentford að velli í 64-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld.


Liðin mættust í einum af þremur úrvalsdeildarslögum dagsins og gerði skot utan teigs frá Said Benrahma gæfumuninn í þessum Lundúnaslag.

Leikurinn var jafn og tíðindalítill. Benrahma kom inn af bekknum til að gera herslumuninn en hægt er setja stórt spurningarmerki við Thomas Strakosha sem átti að gera betur á milli stanganna. Strakosha skutlaði sér ekki einu sinni í skotið, sem hann hefði hæglega getað varið.

Grimsby og Wrexham eru þá komin áfram í næstu umferð eftir sigra gegn Burton og Coventry. Sigur Wrexham gegn Coventry var einstaklega skemmtilegur þar sem gestirnir höfðu betur í sjö marka viðureign.

Að lokum gerðu Luton Town og Wigan 1-1 jafntefli og munu því mætast aftur á DW leikvanginum, heimavelli Wigan.

Brentford 0 - 1 West Ham
0-1 Said Benrahma ('79 )

Coventry 3 - 4 Wrexham
0-1 Sam Dalby ('12 )
0-2 Elliott Lee ('18 )
1-2 Ben Sheaf ('36 )
1-3 Thomas OConnor ('45 )
1-4 Paul Mullin ('58 , víti)
2-4 Viktor Gyokeres ('69 )
3-4 Kasey Palmer ('76 )
Rautt spjald: Jonathan Panzo, Coventry ('57)

Grimsby 1 - 0 Burton Albion
1-0 Lewis Richardson ('76 )

Luton 1 - 1 Wigan
0-1 Tom Naylor ('17 )
1-1 Harry Cornick ('45 )


Athugasemdir
banner
banner