Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 07. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vålerenga átti að spila heimaleikinn sinn í dag
Kvenaboltinn
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni klárast 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar Vålerenga og Bröndby eigast við í Danmörku.

Þessi lið áttu að mætast í tveimur leikjum í desember en þeim var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Ekki er hægt að spila í Noregi um þessar mundir vegna kórónuveirunnar og ákváðu félögin í samráði við UEFA að spila bara einn leik í Danmörku. Það verður því bara einn leikur þar sem allt er undir.

Leikurinn mun fara fram næstkomandi miðvikudag. Þá ræðst hvort liðið verður síðasta liðið inn í 16-liða úrslit keppninnar.

Vålerenga varð norskur deildar- og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Ingibjörg Sigurðardóttir spilar stórt hlutverk í liðinu og Amanda Andradóttir gekk nýverið í raðir félagsins. Amanda má ekki spila gegn Bröndby í vikunni.
Athugasemdir
banner