Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 07. maí 2022 18:31
Arnar Daði Arnarsson
Gústi Gylfa: Ósáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðustu fimm mínúturnar voru svakalegar og bæði lið vildu fá sigur. Við vorum heppnir þegar við björguðum á línu og þeir björguðu á línu," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fram í 4. umferð Bestu deildarinnar.

Loka mínúturnar voru dramatískar í meira lagi en 1-1 jafntefli niðurstaðan eftir að Framarar höfðu leitt í hálfleik 1-0.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Við vorum ósáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Við mættum ekki frá byrjun og það er eitthvað sem við verðum að skoða. Við vorum mjög orku litlir og mikið af feil sendingum og þorðum ekki að halda boltanum. Framarar gengu á lagið og voru með tökin á leiknum fannst mér."

Það var allt annað Stjörnulið sem mætti til leiks í seinni hálfleik.

„Við gerðum smá áherslu breytingar í seinni hálfleik og vildum pressa meira. Við gerðum það nokkurnveginn allan seinni hálfleik fyrir utan þessar síðustu fimm mínútur. Fyrir okkur var þetta leikur tveggja hálfleikja."

Óli Valur Ómarsson þurfti að fara af velli í upphafi seinni hálfleiks. Hann var borinn af velli.

„Sjúkraþjálfarinn er að skoða hann. Það kemur í ljós vonandi á eftir eða á morgun hvernig staðan á honum er."

Daníel Laxdal og Björn Berg Bryde er enn að glíma við meiðsli en Daníel fékk höfuðhögg í síðasta leik. Óvíst er hvenær hann kemur aftur.
Athugasemdir
banner