Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
   lau 07. maí 2022 18:31
Arnar Daði Arnarsson
Gústi Gylfa: Ósáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðustu fimm mínúturnar voru svakalegar og bæði lið vildu fá sigur. Við vorum heppnir þegar við björguðum á línu og þeir björguðu á línu," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fram í 4. umferð Bestu deildarinnar.

Loka mínúturnar voru dramatískar í meira lagi en 1-1 jafntefli niðurstaðan eftir að Framarar höfðu leitt í hálfleik 1-0.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Við vorum ósáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Við mættum ekki frá byrjun og það er eitthvað sem við verðum að skoða. Við vorum mjög orku litlir og mikið af feil sendingum og þorðum ekki að halda boltanum. Framarar gengu á lagið og voru með tökin á leiknum fannst mér."

Það var allt annað Stjörnulið sem mætti til leiks í seinni hálfleik.

„Við gerðum smá áherslu breytingar í seinni hálfleik og vildum pressa meira. Við gerðum það nokkurnveginn allan seinni hálfleik fyrir utan þessar síðustu fimm mínútur. Fyrir okkur var þetta leikur tveggja hálfleikja."

Óli Valur Ómarsson þurfti að fara af velli í upphafi seinni hálfleiks. Hann var borinn af velli.

„Sjúkraþjálfarinn er að skoða hann. Það kemur í ljós vonandi á eftir eða á morgun hvernig staðan á honum er."

Daníel Laxdal og Björn Berg Bryde er enn að glíma við meiðsli en Daníel fékk höfuðhögg í síðasta leik. Óvíst er hvenær hann kemur aftur.
Athugasemdir
banner