Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 07. maí 2022 18:31
Arnar Daði Arnarsson
Gústi Gylfa: Ósáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðustu fimm mínúturnar voru svakalegar og bæði lið vildu fá sigur. Við vorum heppnir þegar við björguðum á línu og þeir björguðu á línu," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fram í 4. umferð Bestu deildarinnar.

Loka mínúturnar voru dramatískar í meira lagi en 1-1 jafntefli niðurstaðan eftir að Framarar höfðu leitt í hálfleik 1-0.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Fram

„Við vorum ósáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Við mættum ekki frá byrjun og það er eitthvað sem við verðum að skoða. Við vorum mjög orku litlir og mikið af feil sendingum og þorðum ekki að halda boltanum. Framarar gengu á lagið og voru með tökin á leiknum fannst mér."

Það var allt annað Stjörnulið sem mætti til leiks í seinni hálfleik.

„Við gerðum smá áherslu breytingar í seinni hálfleik og vildum pressa meira. Við gerðum það nokkurnveginn allan seinni hálfleik fyrir utan þessar síðustu fimm mínútur. Fyrir okkur var þetta leikur tveggja hálfleikja."

Óli Valur Ómarsson þurfti að fara af velli í upphafi seinni hálfleiks. Hann var borinn af velli.

„Sjúkraþjálfarinn er að skoða hann. Það kemur í ljós vonandi á eftir eða á morgun hvernig staðan á honum er."

Daníel Laxdal og Björn Berg Bryde er enn að glíma við meiðsli en Daníel fékk höfuðhögg í síðasta leik. Óvíst er hvenær hann kemur aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner