Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 07. júlí 2021 22:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Álftanes skellti sér á toppinn í mögnuðum C-riðli
Álftanes er á toppnum núna í C-riðlinum. Andri Janusson skoraði þrennu!
Álftanes er á toppnum núna í C-riðlinum. Andri Janusson skoraði þrennu!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fjórir leikir spilaðir í 4. deildinni í kvöld, í þremur mismunandi riðlum.

Í B-riðli voru tveir leikir, en þar er SR að hóta því að blanda sér í baráttuna um efstu tvö sætin. SR vann útisigur á Skallagrími í kvöld, 1-3. SR er núna fjórum stigum frá öðru sætinu, en lðið í því sæti - KH - á leik til góða.

Stokkseyri fór með sigur af hólmi í hinum leiknum í B-riðlinum, þeir lögðu KFB með tveimur mörkum gegn einu. Sigurmarkið kom í lokin og mikil dramatík.

Álftanes skellti sér á toppinn í C-riðlinum sem er gríðarlega jafn. Álftanes lagði botnlið KM, 1-7, og skoraði hinn 35 ára gamli Andri Janusson þrennu. Það munar aðeins fimm stigum á liðinu í fyrsta sæti - Álftanesi - og liðinu í fimmta sæti - Birninum. Álftanes hefur spilað leik meira en liðin í kring.

Þá unnu Úlfarnir góðan sigur á heimavelli gegn Vatnaliljum, 2-0, í D-riðlinum. Úlfarnir eru í fimmta sæti D-riðils með 12 stig á meðan Vatnaliljur hafa fjögur stig í sjöunda sæti.

B-riðill:
Stokkseyri 2 - 1 KFB
1-0 Luis Lucas António Cabambe ('10)
1-1 Garðar Geir Hauksson ('64, víti)
2-1 Luis Lucas António Cabambe ('90)

Skallagrímur 1 - 3 SR
0-1 Hrólfur Sveinsson ('36)
0-2 Hrafn Ingi Jóhannsson ('45)
0-3 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('87, víti)
1-3 Alexander Jón Finnsson ('93)

C-riðill:
KM 1 - 7 Álftanes
0-1 Hinrik Þráinn Örnólfsson ('4)
0-2 Hinrik Þráinn Örnólfsson ('9)
0-3 Andri Janusson ('11)
0-4 Jón Helgi Pálmason ('39)
0-5 Atli Dagur Ásmundsson ('44)
0-6 Andri Janusson ('47)
0-7 Andri Janusson ('66)
1-7 Guðjón Gunnar Valtýsson Thors ('82)

D-riðill:
Úlfarnir 2 - 0 Vatnaliljur
1-0 Hilmar Þór Sólbergsson ('28)
2-0 Trausti Freyr Birgisson ('90, víti)
Athugasemdir
banner