Bandarískur fjárfestahópur sem keypti Roma í vikunni er byrjaður að skoða breytingar bak við tjöldin.
Dan Friedkin er nýr eigandi og er að skoða mögulega kosti í stöðu yfirmanns íþróttamála. Þar á meðal eru Gianluca Petrachi, Ralf Rangnick og Francesco Totti.
Dan Friedkin er nýr eigandi og er að skoða mögulega kosti í stöðu yfirmanns íþróttamála. Þar á meðal eru Gianluca Petrachi, Ralf Rangnick og Francesco Totti.
Roma er sem stendur ekki með mann í stöðu yfirmanns íþróttamála.
Petrachi var í stöðunni áður en yfirgaf félagið vegna deilna við James Pallotta, fyrrum eiganda.
Totti er sannkölluð goðsögn hjá Roma og ljóst að það myndi vekja mikla lukku meðal stuðningsmanna ef hann yrði ráðinn í starfið. Totti átti líka í deilum við Pallotta.
Þjóðverjinn Rangnick var orðaður við AC Milan og virtist vera að taka við sem knattspyrnustjóri liðsins en það datt upp fyrir á síðustu stundu. Hann er án atvinnu.
Athugasemdir