15. umferð Lengjudeildarinnar lauk í dag þegar ÍBV vann 2-0 útisigur gegn botnliði Víkings í Ólafsvík. Eyjamenn eru á flottri siglingu og sitja í öðru sæti deildarinnar.
Ísak Andri Sigurgeirsson, lánsmaðurinn frá Stjörnunni, skoraði fyrra mark ÍBV og var valinn maður leiksins. Hann er í úrvalsliði umferðarinnar.
Fram er áfram taplaust á toppnum. Liðið vann 2-0 sigur gegn Fjölni þar sem Aron Þórður Albertsson, miðjumaður Fram, var valinn maður leiksins. Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Fram er valinn í úrvalsliðið í fjórða sinn í sumar.
Alex Freyr Elísson var afskaplega líflegur hjá Frömurum og þá er Jón Sveinsson þjálfari umferðarinnar.
Ísak Andri Sigurgeirsson, lánsmaðurinn frá Stjörnunni, skoraði fyrra mark ÍBV og var valinn maður leiksins. Hann er í úrvalsliði umferðarinnar.
Fram er áfram taplaust á toppnum. Liðið vann 2-0 sigur gegn Fjölni þar sem Aron Þórður Albertsson, miðjumaður Fram, var valinn maður leiksins. Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Fram er valinn í úrvalsliðið í fjórða sinn í sumar.
Alex Freyr Elísson var afskaplega líflegur hjá Frömurum og þá er Jón Sveinsson þjálfari umferðarinnar.
Pétur Bjarnason, sóknarmaður Vestra, er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð. Pétur skoraði gott mark þegar Vestri lagði Grindavík 2-1 á útivelli. Sergine Fall, bakvörður Vestra, er einnig í úrvalsliðinu í annað sinn.
Kári Daníel Alexandersson, ungur leikmaður Gróttu sem er á láni frá Val, er í úrvalsliðinu og Afturelding á tvo fulltrúa eftir sannfærandi 2-0 sigur gegn Þór Akureyri. Það eru þeir Georg Bjarnason og svo lánsmaðurinn Ýmir Halldórsson sem spilaði sinn fyrsta leik eftir að hafa komið frá Breiðabliki.
Davíð Þór Ásbjörnsson, leikmaður Kórdrengja, er í úrvalsliðinu í fimmta sinn. Hann og Alex Freyr Hauksson, sem kom á lánssamningi frá KR, áttu virkilega góðan leik þegar Kórdrengir unnu 3-0 útisigur gegn Þrótti. Liðið heldur áfram í baráttunni um að komast upp í Pepsi Max-deildina.
Sjá einnig:
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Staðan í deildinni:
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir