Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 22. október 2022 17:55
Fótbolti.net
Besti þjálfarinn 2022 - Teiknað fullkomlega upp
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðablik)
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir vonbrigðin á lokaspretti síðasta tímabils var Breiðablik í verkefni sem heppnaðist algjörlega eftir uppskrift á þessu tímabili. Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari ársins 2022 en Blikar voru bestir og efstir frá upphafi Bestu deildarinnar og verðskuldaðir Íslandsmeistarar.

Eftir að titillinn var í höfn fór Óskar í viðtal við Fótbolta.net og var spurður að því hver hefði verið lykillinn að titlinum?

„Ég held það sé bara vinnan sem allir eru búnir að leggja á sig í þessi ár sem við erum búnir að vera í félaginu. Menn eru búnir að leggja mikla vinnu á sig síðan ég kom, fórna miklum tíma í þetta og það sama með mig. Ég er með konu sem gefur mér tækifæri til að vinna mikið og styður þétt við bakið á mér," sagði Óskar.

Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks var í viðtali í Innkastinu eftir að titillinn var tryggður og tjáði sig um þjálfarateymið.

„Þeir félagar Óskar og Dóri (Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari) eru algjörir fagmenn. Þetta er engin heppni. Þetta er teiknað upp, byrjar hjá þeim og svo reynum við leikmenn að útfæra þetta eins vel og við getum. Þetta eru algjörir fagmenn," sagði Viktor.

Sjá einnig:
Arnar Gunnlaugsson besti þjálfarinn 2021
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2020
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2019
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2018
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2017
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Útvarpsþátturinn - Besta deildin innan og utan vallar
Athugasemdir
banner
banner