Ekki var hægt að klára leik Boca Juniors og Racing Club í meistarar meistaranna í Argentínu í gærkvöldi.
Leikurinn var stöðvaður þar sem Boca var búið að missa fimm af leikmönnum sínum - sem voru inn á vellinum - út af með rautt spjald. Reglurnar segja til um að ekki sé hægt klára leik ef lið er bara með sex leikmenn eftir inn á vellinum.
Það var mikill hiti í leiknum og það fóru alls tíu rauð spjöld á loft, þar á meðal á ónotaða varamenn. Sjö af leikmönnum Boca fengu rauð og þrír leikmenn Racing.
Carlos Alcaraz skoraði á 118. mínútu og kom Racing í 2-1. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Boca og við það varð allt vitlaust.
Leikurinn var í kjölfarið flautaður af en hann endaði þá með 2-1 sigri Racing.
Facundo Tello dæmdi leikinn en hann mun einnig dæma á HM sem byrjar núna 20. nóvember.
Athugasemdir