Kristian Hlynsson lék allan leikinn í markaleik fyrir aðallið Ajax í æfingaleik gegn hollenska liðinu FC Volendam.
Ajax var 0-1 undir í hálfleik en mörkunum fór að rigna inn í þeim síðari. Volendam komst í 0-3 áður en Ajax fór á flug og komst yfir 4-3.
Kristian lagði upp jöfnunarmarkið á Brian Brobbey. Hvort lið skoraði eitt mark til viðbótar og 5-4 sigur Ajax staðreynd.
Rúnar Alex Rúnarsson var í rammanum hjá Alanyaspor í fyrri hálfleik í æfingaleik gegn Fenerbache. Staðan var 2-0 í hálfleik Fenerbache í vil. Alanyaspor tapði að lokum 4-2.
Hörður Björgvin Magnússon spilaði 68 mínútur fyrir Panathinaikos í 1-0 sigri á Nea Salamis frá Kýpur í æfingaleik.
Athugasemdir