Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
Kjaftæðið - Enskir dómarar til skammar og KR á botninum!
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Útvarpsþátturinn - Heimsókn frá Húsavík við Skjálfanda
Leiðin úr Lengjunni: Siggi Höskulds fer yfir sviðið og upphitun fyrir úrslitin
Kjaftæðið - Liðið sem þorir vinnur 50 milljóna leikinn, hlaupa Víkingar með titilinn?
Uppbótartíminn - Besta lið Íslandssögunnar?
banner
   fös 08. janúar 2016 23:03
Elvar Geir Magnússon
Félag í portúgölsku úrvalsdeildinni með tilboð í Emil Páls
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Portúgalska félagið Belenenses hefur óskað eftir því að fá Emil Pálsson leikmann FH á láni með möguleika á kaupum síðar.

Emil spilaði með FH gegn KR í Fótbolta.net mótinu í kvöld en hann staðfesti eftir leik að tilboð sé komið frá Portúgal.

Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtal sem Elvar Geir Magnússon tók við Emil eftir leikinn í kvöld.

„Ég er bara búinn að fá að vita að þetta tilboð er komið. Það liggur á milli FH og liðsins núna að ná endum saman. Ég er ekki nógu vel upplýstur til að segja þér hvað er í gangi," sagði Emil í viðtali við Fótbolta.net.

Emil er um helgina á leið til Abu Dhabi með íslenska landsliðinu en hann er nýliði í hópnum.

„Ég einbeiti mér að landsliðinu og því verkefni sem er þar. Þegar það er búið þá tökum við á þessu," sagði Emil sem segir að portúgalska úrvalsdeildin heilli.

„Þetta er svolítið öðruvísi. Flestir leikmenn á Íslandi byrja á Norðurlöndunum og ég held að það væri spennandi að prófa þetta. Ég ætla að skoða þetta og sjá til hvað kemur út úr þessu."

Belenenses er í 11. sæti af 18 liðum í portúgölsku úrvalsdeildinni en þeir Eggert Gunnþór Jónsson og Helgi Valur Daníelsson spiluðu með liðinu tímabilið 2013/2014.

Emil Pálsson er 22 ára gamall en hann var valinn leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner