Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Útvarpsþátturinn - Bent nálgast og fyrstur í sjö gul svarar fyrir sig
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Turnar segja sögur: The Crazy Gang
Betkastið: Leikmenn neðri deilda mæta í sett
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
Leiðin úr Lengjunni: Verðlaunum fyrri hlutann og línur aðeins að skýrast
Draumalið fyrri umferð í hverri deild (2-5. deild)
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
   fös 08. janúar 2016 23:03
Elvar Geir Magnússon
Félag í portúgölsku úrvalsdeildinni með tilboð í Emil Páls
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Portúgalska félagið Belenenses hefur óskað eftir því að fá Emil Pálsson leikmann FH á láni með möguleika á kaupum síðar.

Emil spilaði með FH gegn KR í Fótbolta.net mótinu í kvöld en hann staðfesti eftir leik að tilboð sé komið frá Portúgal.

Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtal sem Elvar Geir Magnússon tók við Emil eftir leikinn í kvöld.

„Ég er bara búinn að fá að vita að þetta tilboð er komið. Það liggur á milli FH og liðsins núna að ná endum saman. Ég er ekki nógu vel upplýstur til að segja þér hvað er í gangi," sagði Emil í viðtali við Fótbolta.net.

Emil er um helgina á leið til Abu Dhabi með íslenska landsliðinu en hann er nýliði í hópnum.

„Ég einbeiti mér að landsliðinu og því verkefni sem er þar. Þegar það er búið þá tökum við á þessu," sagði Emil sem segir að portúgalska úrvalsdeildin heilli.

„Þetta er svolítið öðruvísi. Flestir leikmenn á Íslandi byrja á Norðurlöndunum og ég held að það væri spennandi að prófa þetta. Ég ætla að skoða þetta og sjá til hvað kemur út úr þessu."

Belenenses er í 11. sæti af 18 liðum í portúgölsku úrvalsdeildinni en þeir Eggert Gunnþór Jónsson og Helgi Valur Daníelsson spiluðu með liðinu tímabilið 2013/2014.

Emil Pálsson er 22 ára gamall en hann var valinn leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner