Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
   fös 08. janúar 2016 23:03
Elvar Geir Magnússon
Félag í portúgölsku úrvalsdeildinni með tilboð í Emil Páls
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Portúgalska félagið Belenenses hefur óskað eftir því að fá Emil Pálsson leikmann FH á láni með möguleika á kaupum síðar.

Emil spilaði með FH gegn KR í Fótbolta.net mótinu í kvöld en hann staðfesti eftir leik að tilboð sé komið frá Portúgal.

Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtal sem Elvar Geir Magnússon tók við Emil eftir leikinn í kvöld.

„Ég er bara búinn að fá að vita að þetta tilboð er komið. Það liggur á milli FH og liðsins núna að ná endum saman. Ég er ekki nógu vel upplýstur til að segja þér hvað er í gangi," sagði Emil í viðtali við Fótbolta.net.

Emil er um helgina á leið til Abu Dhabi með íslenska landsliðinu en hann er nýliði í hópnum.

„Ég einbeiti mér að landsliðinu og því verkefni sem er þar. Þegar það er búið þá tökum við á þessu," sagði Emil sem segir að portúgalska úrvalsdeildin heilli.

„Þetta er svolítið öðruvísi. Flestir leikmenn á Íslandi byrja á Norðurlöndunum og ég held að það væri spennandi að prófa þetta. Ég ætla að skoða þetta og sjá til hvað kemur út úr þessu."

Belenenses er í 11. sæti af 18 liðum í portúgölsku úrvalsdeildinni en þeir Eggert Gunnþór Jónsson og Helgi Valur Daníelsson spiluðu með liðinu tímabilið 2013/2014.

Emil Pálsson er 22 ára gamall en hann var valinn leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner