PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
Útvarpsþátturinn - Boltabullur, markamet og enski boltinn
Turnar Segja Sögur: Gullit&Rijkaard
Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Enski boltinn - Núna ætlar Arsenal að elda
Tveggja Turna Tal - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Turnar segja sögur: El Fenomeno
Útvarpsþátturinn - Verslunarmannahelgin með Túfa
Leiðin úr Lengjunni - Ekkert batnar í Árbænum og HK féll á stóra prófinu
Enski boltinn - Vægast sagt athyglisvert sumar hjá Newcastle
Enski boltinn - Liverpool að smíða ofurlið
Hugarburðarbolti Upphitun > Allt um Enska og Fantasy
Enski boltinn - Tottenham verður besta liðið í Evrópu
Innkastið - Skúrkur, vondur veggur og vonbrigði
Uppbótartíminn - Lygilegt hjá Ljónynjum, Blikar í toppmálum og fallbaráttan harðnar
Lokakaflinn nálgast í neðri deildum
Enski boltinn - Chelsea eina liðið með allt galleríið
Tveggja Turna Tal - Jónas Grani Garðarsson
Leiðin úr Lengjunni: Völsungur með stórsigur á mærudögum og HK færist nær toppnum
Útvarpsþátturinn - Niko, glugginn opinn og umdeilt VAR
Enski boltinn - Staðan tekin þegar stutt er í veisluna
   fös 08. janúar 2016 23:03
Elvar Geir Magnússon
Félag í portúgölsku úrvalsdeildinni með tilboð í Emil Páls
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Portúgalska félagið Belenenses hefur óskað eftir því að fá Emil Pálsson leikmann FH á láni með möguleika á kaupum síðar.

Emil spilaði með FH gegn KR í Fótbolta.net mótinu í kvöld en hann staðfesti eftir leik að tilboð sé komið frá Portúgal.

Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtal sem Elvar Geir Magnússon tók við Emil eftir leikinn í kvöld.

„Ég er bara búinn að fá að vita að þetta tilboð er komið. Það liggur á milli FH og liðsins núna að ná endum saman. Ég er ekki nógu vel upplýstur til að segja þér hvað er í gangi," sagði Emil í viðtali við Fótbolta.net.

Emil er um helgina á leið til Abu Dhabi með íslenska landsliðinu en hann er nýliði í hópnum.

„Ég einbeiti mér að landsliðinu og því verkefni sem er þar. Þegar það er búið þá tökum við á þessu," sagði Emil sem segir að portúgalska úrvalsdeildin heilli.

„Þetta er svolítið öðruvísi. Flestir leikmenn á Íslandi byrja á Norðurlöndunum og ég held að það væri spennandi að prófa þetta. Ég ætla að skoða þetta og sjá til hvað kemur út úr þessu."

Belenenses er í 11. sæti af 18 liðum í portúgölsku úrvalsdeildinni en þeir Eggert Gunnþór Jónsson og Helgi Valur Daníelsson spiluðu með liðinu tímabilið 2013/2014.

Emil Pálsson er 22 ára gamall en hann var valinn leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner