Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
Hugarburðarbolti GW 30 Salah í dvala
Enski boltinn - Ein ljótasta tækling sem maður hefur séð
Niðurtalningin - Blikar ætla áfram að vera bestir
Niðurtalningin - Nýr kafli í sögu Víkinga
Niðurtalningin - Valur geti alveg unnið Íslandsmeistaratitilinn
Niðurtalningin - Eftirvænting fyrir Óskarsbolta á Meistaravöllum
Niðurtalningin - Silfurskeiðin mætir með læti
Niðurtalningin - Frændurnir fara yfir allt það helsta á Skaganum
Tveggja Turna Tal - Danni og Jói Laxdal
Útvarpsþátturinn - A&B, vika í Bestu og Dóri Árna
Niðurtalningin - Er fólk að sofa á FH?
Niðurtalningin - Bikarinn er á brekkunni
Niðurtalningin - Bjartir tímar FRAMundan
Niðurtalningin - Sögulegt sumar í Mosó
Niðurtalningin - Taka tvö hjá Vestra
Niðurtalningin - Eyjamenn koma fagnandi
Innkastið - Lestarslys í fyrsta landsliðsglugga Arnars
Tveggja Turna Tal - Atli Guðnason
   fös 08. janúar 2016 23:03
Elvar Geir Magnússon
Félag í portúgölsku úrvalsdeildinni með tilboð í Emil Páls
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Portúgalska félagið Belenenses hefur óskað eftir því að fá Emil Pálsson leikmann FH á láni með möguleika á kaupum síðar.

Emil spilaði með FH gegn KR í Fótbolta.net mótinu í kvöld en hann staðfesti eftir leik að tilboð sé komið frá Portúgal.

Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtal sem Elvar Geir Magnússon tók við Emil eftir leikinn í kvöld.

„Ég er bara búinn að fá að vita að þetta tilboð er komið. Það liggur á milli FH og liðsins núna að ná endum saman. Ég er ekki nógu vel upplýstur til að segja þér hvað er í gangi," sagði Emil í viðtali við Fótbolta.net.

Emil er um helgina á leið til Abu Dhabi með íslenska landsliðinu en hann er nýliði í hópnum.

„Ég einbeiti mér að landsliðinu og því verkefni sem er þar. Þegar það er búið þá tökum við á þessu," sagði Emil sem segir að portúgalska úrvalsdeildin heilli.

„Þetta er svolítið öðruvísi. Flestir leikmenn á Íslandi byrja á Norðurlöndunum og ég held að það væri spennandi að prófa þetta. Ég ætla að skoða þetta og sjá til hvað kemur út úr þessu."

Belenenses er í 11. sæti af 18 liðum í portúgölsku úrvalsdeildinni en þeir Eggert Gunnþór Jónsson og Helgi Valur Daníelsson spiluðu með liðinu tímabilið 2013/2014.

Emil Pálsson er 22 ára gamall en hann var valinn leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner