lau 08. janúar 2022 16:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Nkunku heldur áfram að fara hamförum
Christopher Nkunku er einn heitasti leikmaður þýsku deildarinnar
Christopher Nkunku er einn heitasti leikmaður þýsku deildarinnar
Mynd: EPA
Patrik Schick skoraði fyrir Leverkusen
Patrik Schick skoraði fyrir Leverkusen
Mynd: EPA
Franski miðvallarleikmaðurinn Christopher Nkunku er að eiga eitt besta tímabil ferilsins með RB Leipzig en hann lagði upp tvö og skoraði eitt í 4-1 sigri liðsins á Mainz í þýsku deildinni í dag.

Nkunku er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað fyrir aftan framherja og á báðum köntunum. Hlutverk hans hjá Leipzig er mikilvægt og þá sérstaklega á þessu tímabili en hann hefur heldur betur sett í næsta gír frá síðustu leiktíð.

Bayern er með marga frábæra leikmenn í sínum röðum en það er erfitt að neita því að Nkunku er búinn að vera besti leikmaður þýsku deildarinnar á þessari leiktíð. Hann er með átta mörk og níu stoðsendingar í átján leikjum eftir leikinn í dag.

Leipzig vann Mainz örugglega, 4-1. Andre Silva skoraði úr víti á 21. mínútu áður en Nkunku lagði upp fyrir Dominik Szoboszlai í byrjun síðari hálfleiks. Lee Jae Sung minnkaði muninn áður en Nkunku skoraði mínútu síðar.

Hann kórónaði frábæra frammistöðu sína með annarri stoðsendingu eftir klukkutíma leik. Mainz spilaði manni færri frá 19. mínútu. Þrátt fyrir glæsilegt einstaklingsframtak Nkunku þá er Leipzig samt sem áður bara í 8. sæti með 25 stig.

Bayer Leverkusen gerði 2-2 jafntefli við Union Berlin þar sem tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði fyrir Leverkusen en hann er nú með 17 mörk í deildinni og er að eiga, líkt og Nkunku, besta tímabilið sitt til þessa.

Alfreð Finnbogason var ekki í hópnum hjá Augsburg sem tapaði fyrir Hoffenheim, 3-1. Ricardo Pepi, mögulegur arftaki Alfreðs, var hins vegar í hópnum hjá Augsburg spilaði síðasta hálftímann en þessi 18 ára gamli framherji var keyptur frá Dallas á dögunum fyrir metfé.

Úrslit og markaskorarar:

RB Leipzig 4 - 1 Mainz
1-0 Andre Silva ('21 , víti)
2-0 Dominik Szoboszlai ('47 )
2-1 Lee Jae Sung ('57 )
3-1 Christopher Nkunku ('58 )
4-1 Andre Silva ('60 )
Rautt spjald: Alexander Hack, Mainz ('19)

Bayer 2 - 2 Union Berlin
1-0 Patrik Schick ('38 )
1-1 Grischa Promel ('45 )
1-2 Grischa Promel ('50 )
2-2 Jonathan Tah ('84 )

Freiburg 2 - 2 Arminia Bielefeld
1-0 Janik Haberer ('6 )
2-0 Woo-Yeong Jeong ('46 )
2-1 Masaya Okugawa ('60 )
2-2 Bryan Lasme ('87 )

Hoffenheim 3 - 1 Augsburg
0-1 Michael Gregoritsch ('5 )
1-1 Ihlas Bebou ('38 )
2-1 Ihlas Bebou ('44 )
3-1 David Raum ('90 )

Greuther Furth 0 - 0 Stuttgart
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner