Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. maí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir | Mbl.is 
Arnar skaut á Kjartan Henry - „Erfitt að segja, vitandi hver á í hlut"
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, skaut á Kjartan Henry Finnbogason, framherja KR, eftir markalausa jafnteflið á Meistaravöllum í Bestu deildinni í gær en hann ræddi við Vísi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Atvikið sem Arnar ræðir átti sér stað á 36. mínútu en Oleksii Bykov fékk þá rautt spjald fyrir að hafa slegið Kjartan Henry þegar boltinn var kominn aftur fyrir endamörk og reif Elías Ingi Árnason, dómari leiksins, upp rauða spjaldið. Þegar endursýning er skoðuð virðist Kjartan hafa stigið á hælinn á Bykov og í kjölfarið hafi Bykov veist að framherjanum og stangað hann.

KA-menn mótmælu dómnum harðlega en það hafði ekkert upp á sig og Bykov sendur í sturtu. Arnar gat lítið sagt um atvikið þar sem hann sá það ekki, en svo voru einnig aðrar ástæður fyrir því að honum fannst erfitt að tjá sig um þetta og það var af því Kjartan Henry átti í hlut.

„Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því," sagði Arnar við Vísi í gær.

Kjartan svaraði fyrir sig í viðtali við Stöð 2 Sport og sagðist hafa fundið fyrir höggi í gagnaugað.

„,Ég er að reyna að komast framhjá honum og hann stígur mig út og svo snýr hann sér við setur hausinn í gagnaugað á mér og ég finn fyrir höggi og dómarinn dæmir réttilega rautt spjald," sagði Kjartan Henry.

Vantaði hvítu rendurnar á treyjuna

Arnar fékk sjálfur reisupassann í byrjun síðari hálfleiks fyrir ummæli sem hann lét falla í garð dómarans en hann var orðinn ansi pirraður á dómgæslunni í leiknum.

„Ég lét það falla að það vantaði bara hvítu rend­urn­ar á treyj­una, sem maður má nátt­úru­lega ekki segja. Ég skil það vel og ég bað dóm­ar­ann af­sök­un­ar eft­ir leik," sagði Arnar við mbl.is í gær. Hér að neðan má sjá viðtal sem Fótbolti.net tók við Hallgrím Jónasson, aðstoðarþjálfara KA, eftir leikinn.
Hallgrímur Jónasson: Eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir
Athugasemdir
banner
banner