Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júní 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron spenntur að sjá Undav hjá Brighton - „Skemmtilega kærulaus"
Deniz Undav
Deniz Undav
Mynd: Getty Images
Viðtalið við Aron má nálgast hér að neðan.
Viðtalið við Aron má nálgast hér að neðan.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Aron Sigurðarson var á mála hjá belgíska félaginu Royale Union Saint-Gilloise frá því snemma árs 2020 og fram á haustið 2021.

Aron var til viðtals hér á Fótbolti.net í vikunni og var hann spurður út í tímann hjá Union. Félagið fór upp úr næstefstu deild vorið 2021 og endaði á því að vinna belgísku deildarkeppnina ári seinna. Í Belgíu er hins vegar úrslitakeppni og endaði liðið í öðru sæti í henni.

Sömu eigendur eiga Union og eiga enska félagið Brighton. Einn allrabesti leikmaður Union var í janúar keyptur til Brighton en kláraði tímabilið í Belgíu. Sá heitir Deniz Undav og mun spila með Brighton í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Aron var spurður út í Undav.

Undav er 25 ára gamall Þjóðverji með tyrkneskar tengingar og skoraði hann 43 mörk í 63 deildarleikjum fyrir Union.

„Þetta er nautsterkur gæi, var á tímabili 96kg og var á tímablili mikið hjá fitnessþjálfaranum og næringafræðingi liðsins - þurfti að komast í aðeins betra stand. Þegar hann gerði það þá fór hann að raða inn. Áður en hann kom til Union var hann í þriðju deildinni í Þýskalandi (SV Meppen), þannig stökkið hefur verið gríðarlegt hjá honum," sagði Aron.

„Ég veit ekki alveg hvernig Brighton spilar en það hentar honum mjög vel að vera með hraða menn í kringum sig, hvort sem það er í 4-3-3 með hraða kantmenn eða í 4-4-2 með hraðan framherja með sér."

„Ég er mjög spenntur að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur klárlega styrkinn og hausinn í það. Hann er skemmtilega kærulaus sem er mjög gott fyrir framherja. Ég hef trú á honum. Af hverju ekki? Hann er búinn að ráða við þessi stökk sem hann hefur tekið hingað til en þetta er reyndar alvöru stökk sem hann er að taka núna að fara úr belgísku úrvalsdeildinni í Brighton."

„Þeir eru greinilega mjög hrifnir af honum og vonandi fær hann stórt hlutverk þarna. Það væri gaman að sjá hann fá nokkra leiki til þess að komast inn í hlutina og sjá hvað gerist þá,"
sagði Aron.

Umræðuna um Undav og Union má nálgast á fyrstu tólf mínútunum í spilaranum fyrir neðan.
Aron Sig um Horsens, Union og landsliðið - „Pæla ekki allir í því eða?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner