Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. júní 2022 11:25
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 5. umferð - Nú byrjaður að skora í Lengjudeildinni
Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Lengjudeildin
Benedikt Daríus fagnar marki.
Benedikt Daríus fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Benedikt Daríus Garðarsson í Fylki er leikmaður 5. umferðar Lengjudeildarinnar. Hann skoraði þrennu þegar Árbæingar unnu 5-0 stórsigur gegn Vestra.

„Sýndi gæðin sín í slúttunum í mörkunum sínum í seinni hálfleik og lagði upp fimmta markið á Frosta Brynjólfsson," skrifaði Anton Freyr Jónsson um hinn 23 ára gamla Benedikt í skýrslunni um leikinn.

„Benedikt er frábær leikmaður, gæðin komu vel í ljós í dag. Hann getur klárað færin vel og með frábæran skotfót," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, í viðtali eftir leik.

Benedikt Daríus er kominn með fjögur mörk eftir fyrstu fimm umferðirnar í Lengjudeildinni en á síðasta tímabili lék hann með Elliða í 3. deildinni og skoraði 17 mörk í 22 leikjum. Elliði er nokkurs konar varalið Fylkis.

Hann hefur verið að leika í neðri deildunum undanfarin ár og skorað í 4., 3., og 2. deild og núna í Lengjudeildinni. Í opinberum KSÍ leikjum er hann með 42 mörk í 81 leik.

Fylkir á stórleik í Lengjudeildinni á morgun þegar liðið heimsækir Selfoss sem trónir á toppnum.

Sjá einnig:
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner