West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
   lau 08. júní 2024 11:07
Elvar Geir Magnússon
Heathrow
Nýja stjarnan sem Hollendingar halda ekki vatni yfir
Icelandair
Frimpong fór á kostum gegn Kanada.
Frimpong fór á kostum gegn Kanada.
Mynd: Getty Images
Byrjunarlið Hollands gegn Kanada.
Byrjunarlið Hollands gegn Kanada.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman landsliðsþjálfari Hollands.
Ronald Koeman landsliðsþjálfari Hollands.
Mynd: Getty Images
Eftir sigurinn ánægjulega gegn Englandi heldur íslenska liðið til Hollands í dag þar sem leikið verður gegn Hollandi í Rotterdam á mánudagskvöld. Síðasta prófraun Hollendinga áður en þeir halda á Evrópumótið.

Ólíkt enska liðinu er það varnarleikurinn sem Hollendingar hafa minnstar áhyggjur af, þar er valinn maður í hverju rúmi og leikmenn á borð við Virgil van Dijk, Matthijs de Ligt, Daley Blind og Micky van de Ven.

Í sókninni eru þó ekki eins mikil gæði og Hollendingar vildu hafa og mikið traust er sett á hinn sveiflukennda Memphis Depay.

Ronald Koeaman landsliðsþjálfari Hollands virðist þá ekki viss um hvaða leikkerfi henti hópnum sínum best. Hann hefur spilað með þriggja hafsenta kerfi en einnig 4-3-3 eins og í vináttulandsleiknum gegn Kanada á fimmtudaginn.

Holland vann þann leik 4-0 en tölurnar segja ekki alla söguna. Markalaust var eftir fyrri hálfleik þar sem Kanada hefði getað komist yfir.

Holland braut ísinn á 50. mínútu með marki frá Memphis og með því hófst þrettán mínútna þriggja marka kafli þar sem kanadíska liðið hrundi. Jeremie Frimpong tvöfaldaði forystuna áður en Wout Weghorst skoraði þriðja markið. Lokaorðið átti svo Van Dijk seint í leiknum eftir að hafa komið af bekknum.

Athygli vekur Van de Ven, miðvörður Tottenham, var notaður sem vinstri bakvörður. Þessi hávaxni leikmaður er góður á boltann og býr yfir miklum hraða svo hann getur svo sannarlega leyst þá stöðu með miklum sóma.

Það er þó Frimpong sem mest er í umræðunni eftir leikinn. Þessi 23 ára leikmaður var frábær á vængnum gegn Kanada og skilaði marki og stoðsendingu. Hann er nýkominn úr mögnuðu tímabili með Bayer Leverkusen þar sem hann fór hamförum í stöðu vængbakvarðar og hjálpaði liðinu að vinna deild og bikar í Þýskalandi.

Frimpong var á sínum tíma í Manchester City akademíunni en spilaði ekkert fyrir aðalliðið. Hann fór til Celtic og svo til Leverkusen þar sem hann hefur þróast út í einn besta vængbakvörð Evrópu.

Frimpong skoraði fjórtán mörk og átti tólf stoðsendingar á tímabilinu fyrir Leverkusen og hollenskir stuðningsmenn eru fullir tilhlökkunar fyrir því sem koma skal frá honum á EM.

Holland er með Frakklandi, Póllandi og Austurríki í riðli á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner