Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. júlí 2020 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City valtaði yfir Newcastle - Jói Berg spilaði ekki
David Silva skoraði eitt og lagði upp tvö.
David Silva skoraði eitt og lagði upp tvö.
Mynd: Getty Images
John Egan skoraði sigurmark Sheffield Untied annan leikinn í röð.
John Egan skoraði sigurmark Sheffield Untied annan leikinn í röð.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir voru að klárast í ensku úrvalsdeildinni fyrir stuttu.

Manchester City átti ekki í neinum vandræðum þegar Newcastle kom í heimsókn á Etihad-völlinn. Gabriel Jesus setti tóninn eftir tíu mínútur og skoraði Riyad Mahrez rúmum tíu mínútum síðar. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Lærisveinar Pep Guardiola bættu svo við þremur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik. Federico Fernandez gerði sjálfsmark og voru þeir David Silva og Raheem Sterling einnig á skotskónum. Mark David Silva kom beint úr aukaspyrnu en hann lagði einnig upp tvö í dag. Silva er á sínu síðasta tímabil hjá City.

Auðvelt hjá City sem er í öðru sæti deildarinnar, 20 stigum á eftir Liverpool. Newcastle er í 12. sæti deildarinnar með 43 stig.

Jóhann Berg kom ekki við sögu í sigri
Jóhann Berg Guðmundsson kom ekki við sögu þegar Burnley gerði sér lítið fyrir og lagði West Ham að velli í London. Jay Rodriguez skoraði eina mark leiksins.

Jóhann Berg hefur átt í miklu basli með meiðsli á tímabilinu. Hann er að stíga upp úr meiðslum, en Sean Dyche lét sér nægja að gera eina breytingu á liði sínu gegn West Ham. Burnley fer upp fyrir Tottenham í níunda sæti, West Ham er fjórum stigum frá fallsæti.

Sheffield United vann dramatískan sigur á Úlfunum á heimavelli. Varnarmaðurinn John Egan skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Annar leikurinn í röð sem hann skorar í. Sheffield United er núna í sjöunda sæti, stigi á eftir Úlfunum. Úlfarnir eru sjö stigum frá Meistaradeildarsæti og því afar hæpið að þeir komist í Meistaradeildina.

Manchester City 5 - 0 Newcastle
1-0 Gabriel Jesus ('10 )
2-0 Riyad Mahrez ('21 )
3-0 Federico Fernandez ('58 , sjálfsmark)
4-0 David Silva ('65 )
5-0 Raheem Sterling ('90 )

Sheffield Utd 1 - 0 Wolves
1-0 John Egan ('90 )

West Ham 0 - 1 Burnley
0-1 Jay Rodriguez ('38 )

Klukkan 19:15 hefst leikur Brighton og Liverpool. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner