Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. ágúst 2020 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja að Verratti verði ekki með í Meistaradeildinni
Marco Verratti.
Marco Verratti.
Mynd: Getty Images
Marco Verratti, miðjumaður Paris Saint-Germain, mun ekki geta tekið þátt í Meistaradeildinni samkvæmt franska fjölmiðlinum RMC Sport.

Verratti er að glíma við alvarleg kálfameiðsli sem munu halda honum frá keppni.

Ítalski landsliðsmaðurinn meiddist á æfingu þegar hann lenti í samstuði við Eric Maxim Choupo-Moting.

PSG mun mæta Atalanta í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn og þar verður Verratti ekki með.

Það eru þó jákvæðar fréttir líka af PSG því Kylian Mbappe er að snúa aftur úr meiðslum. Franski landsliðsmaðurinn verður mögulega á bekknum gegn Atalanta.

Meistaradeildin mun klárast 23. ágúst næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner