Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. ágúst 2022 18:00
Ástríðan
Setja spurningamerki við ákvarðanir Þróttar í leikmannamálum
Þróttur er sem stendur í öðru sæti 2. deildar.
Þróttur er sem stendur í öðru sæti 2. deildar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Hannes Stefánsson.
Baldur Hannes Stefánsson.
Mynd: Raggi Óla
Þróttur Reykjavík féll úr Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er núna í baráttu um það að komast upp úr 2. deild.

Í síðasta þætti Ástríðunnar myndaðist umræða um stefnuna hjá Þrótturum en hún hefur vakið nokkra athygli. Í byrjunarliðinu gegn ÍR á dögunum voru sjö erlendir leikmenn. Þróttarar fengu enn frekari liðsstyrk að utan í félagaskiptaglugganum sem lokaði í síðasta mánuði.

Þróttur er á besta stað í Reykjavík og er með alla yngri flokka starfandi, en er samt ekki að byggja mikið á heimamönnum í þriðju efstu deild á Íslandi. Strákarnir í Ástríðunni settu spurningamerki við þetta.

„Sjö útlendingar, einn lánsmaður úr Fram... það voru tveir uppaldir leikmenn í byrjunarliðinu í síðasta leik," sagði Gylfi Tryggvason í Ástríðunni.

„Þetta er félag í Reykjavík með yngri flokka, yngri flokka starf sem er verið að vinna þarna. Hvað eru margir iðkendur? Eru 30-40 manns í 2. flokki Þróttar? Er það ekki? Er ekki hægt að gera neitt annað en að vera með sjö útlendinga og einn lánsmann? Hvað er planið á næsta ári? Ef þú þarft sjö útlendinga til að vera með samkeppnishæft lið í 2. deild, hvað ætlarðu að gera þegar þú ferð síðan upp? Njarðvík er miklu betra lið en Þróttur. Þannig að Þróttur fer beint niður úr Lengjudeildinni, nema hvað - þeir bæti við fjórum útlendingum í viðbót?" spurði Gylfi.

„Kannski hefði verið allt í lagi fyrir Þrótt að vera 2-3 tímabil í 2. deild og byggja upp leikmenn," sagði Óskar Smári Haraldsson.

„Einmitt, sleppa því að setja peningana í sjö útlendinga og setja peninga í yngri flokka starfið og reyna búa til leikmenn sem eru nógu góðir til að vera meira en varamenn í 2. deild," sagði Gylfi.

Rætt var um það í þættinum að leikmaður eins og Baldur Hannes Stefánsson, sem hefur verið í yngri landsliðum Íslands, sé á meðal heimamanna sem hafa ekki verið í algjöru lykilhlutverki hjá Þrótti í sumar. Hann er ekki þeirra mikilvægasti maður, en ætti mögulega vera það í þessari deild. Það sé verið að byggja liðið í kringum erlenda leikmenn sem verði ekki endilega með á næsta ári eða næstu árin. Hvað þá?

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni hér fyrir neðan.

Þróttur er sem stendur í öðru sæti 2. deildar, þremur stigum á undan Ægi sem er í þriðja sæti. Þróttarar eru að leggja mikið púður í að fara beint aftur upp í Lengjudeildina.
Ástríðan - 2. deildar special - 13. og 14. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner