Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. september 2019 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Frakklandsforseti bað forsætisráðherra Albaníu afsökunar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ásamt hópnum sem vann HM 2018
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ásamt hópnum sem vann HM 2018
Mynd: EPA
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur beðið albönsku þjóðina afsökunar á mistökunum á leik Frakklands og Albaníu í gær.

Eins og hefur verið fjallað um hér á Fótbolta.net þá gerðu skipuleggjendur leiksins mistök og spiluðu óvart þjóðsöng Andorra fyrir leikinn í gær.

Leikmenn albanska landsliðsins neituðu að spila fyrr en þeirra þjóðsöngur fengi að hljóma um völlinn en það tók tíu mínútur að koma því í kring.

Vallarþulurinn gerði svo önnur mistök með því að biðja Armeníu afsökunar í stað Albaníu. Hrikalega neyðarlegt en Dider Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, bað þjálfarateymi Albaníu afsökunar í gær og nú hefur forsetinn beðist innilegrar afsökunar.

Edi Rami, forsætisráðherra Albaníu, greindi frá afsökunarbeiðni Macron á Twitter í dag.

Frakkland vann Albaníu 4-1. Kingsley Coman skoraði tvö og þá skoruðu þeir Olivier Giroud og Jonathan Ikone sitt hvort markið.
Athugasemdir
banner
banner
banner