Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 08. september 2020 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumabyrjunin varð að hálfgerðri martröð
Icelandair
Andri Fannar Baldursson í baráttunni við Thorgan Hazard.
Andri Fannar Baldursson í baráttunni við Thorgan Hazard.
Mynd: Getty Images
Batshuayi skoraði tvö og Hólmbert gerði mark Íslands.
Batshuayi skoraði tvö og Hólmbert gerði mark Íslands.
Mynd: Getty Images
Belgía 5 - 1 Ísland
0-1 Hólmbert Aron Friðjónsson ('10 )
1-1 Axel Witsel ('13 )
2-1 Michy Batshuayi ('17 )
3-1 Dries Mertens ('51 )
4-1 Michy Batshuayi ('70 )
5-1 Jérémy Doku ('80 )
Lestu nánar um leikinn

Ísland átti draumabyrjun gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Belgarnir, sem eru í 1. sæti á heimslistanum, svöruðu hins vegar fljótt og Ísland átti sem lítinn möguleika eftir það.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom Íslandi yfir með glæsilegu marki á tíundu mínútu leiksins, en hann hefði þá getað verið kominn með tvennu. Stuttu áður átti Birkir Bjarnason frábæra sendingu á kollinn á Hólmberti, en hann skallaði þá yfir. Hann bætti upp fyrir það með mjög flottu marki á tíundu mínútu.

Annað landsliðsmarkið hans Hólmbert en Belgar svöruðu eins og áður segir fljótt.

Á 17. mínútu var staðan orðin 2-1 fyrir Belga. Axel Witsel jafnaði á 13. mínútu og Michy Batshuayi gerði annað markið á 17. mínútu. Staðan var 2-1 í hálfleik.

Dries Mertens gerði þriðja markið í byrjun seinni hálfleiks. Íslendingar ógnuðu aðeins eftir þriðja markið en svo gerðu Belgar algerlega út um leikinn. Batshuayi gerði fjórða markið og hinn 18 ára gamli Jeremy Doku fimmta markið. Undir restina var þetta orðið alltof auðvelt fyrir ógnarsterkt lið Belga.

Lokatölur 5-1 og Ísland er því með núll stig í riðlinum eftir tvo leiki. Það vantaði marga lykilmenn í þetta verkefni og vonandi verða þeir allir klárir í slaginn fyrir umspilið fyrir EM í næsta mánuði.

Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM á laugardalsvelli í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner