Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   sun 08. september 2024 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
„Ef þú hefur heyrt orðróm, þá heyrðirðu örugglega rétt"
Icelandair
Brynjólfur Willumsson, leikmaður Groningen.
Brynjólfur Willumsson, leikmaður Groningen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu Íslands í Izmir í dag.
Frá æfingu Íslands í Izmir í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Staðan á hópnum er góð," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í Izmir í Tyrklandi í dag.

Á morgun spilar Ísland sinn annan leik í Þjóðadeildinni er þeir heimsækja Tyrki. Fyrsti leikurinn var sigurleikur gegn Svartfjallalandi síðasta föstudagskvöld. Það tóku allir þátt á æfingu Íslands á leikvellinum í dag.

„Strákarnir komu frábærlega út úr fyrri leiknum og ég er mjög ánægður með það. Við erum tilbúnir fyrir morgundaginn."

Það er mjög stutt á milli leikja, aðeins tveir dagar.

„Við ferðuðumst í einn dag, tökum eina æfingu og spilum svo leik. Þetta er erfitt fyrir leikmennina þar sem þeir fá ekki mikinn tíma til að jafna sig. Við þurfum að byggja upp hóp sem veit hvað við erum að gera og vinna í því alltaf þegar við erum saman. Svo menn verði fljótir að aðlagast. Við erum með leikmenn sem geta spilað og það er mikilvægast," sagði Hareide.

„Við verðum að sjá hvernig menn eru á morgun. Þetta var langt ferðalag en það er engin afsökun. Leikmennirnir líta vel út í dag en við sjáum hvernig staðan verður á morgun og tökum ákvarðanir með liðið út frá því."

Enginn nýr í hópinn
Hákon Arnar Haraldsson þurfti að draga sig úr hópnum fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi og hefur enginn verið kallaður inn í hans stað. Það heyrðust sögur af því í gær að það hefði verið til skoðunar að fá Brynjólf Willumsson, leikmann Groningen, inn í hópinn en svo gerðist það ekki.

„Við töluðum um það. Við erum bara með einn æfingadag og erum með 23 leikmenn (vorum með 24 fyrst). Við vorum að skoða leikmennina eftir leikinn, hvort það væru fleiri meiðsli og hvort Gylfi myndi ná sér."

„Ef þú hefur heyrt orðróm, þá heyrðirðu örugglega rétt," sagði Hareide og brosti, en Brynjólfur á að baki tvo landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner