Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. október 2019 12:21
Elvar Geir Magnússon
Kalla eftir því að Pioli verði rekinn áður en hann hefur verið ráðinn
Stefano Pioli.
Stefano Pioli.
Mynd: Getty Images
Allt stefnir í að Stefano Pioli verði nýr þjálfari AC Milan en félagið náði ekki samkomulagi við Luciano Spalletti sem var efstur á blaði.

Milan ætlar að losa sig við Marco Giampaolo sem var ráðinn fyrir tímabilið. Lítil ánægja er með hans störf en liðið er í þrettánda sæti ítölsku A-deildarinnar.

Pioli er með mikla reynslu úr ítölsku A-deildinni og var til dæmis þjálfari Inter, nágranna og erkifjenda AC Milan, 2016-17 en þar tapaði hann 10 af 27 leikjum.

Á tíma sínum hjá Inter opinberaði hann það að vera af mikilli Inter fjölskyldu og að hann hefði alist upp við að styðja liðið.

Mikil óánægja er meðal stuðningsmanna AC Milan yfir fyrirhugaðri ráðningu á Pioli og á samfélagsmiðlum er farið að kalla eftir því að hann verði rekinn, áður en hann er í raun ráðinn!
Athugasemdir
banner
banner
banner