Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 08. nóvember 2023 11:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fínt fyrir hin liðin að taka sitt Tene-frí, á meðan erum við í þessari veislu"
Forréttindastaða
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson.
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Þetta er hápunkturinn og við ætlum heldur betur að njóta þess og gefa allt okkar til þess að fá eitthvað út úr því - meira en bara taka þátt
Þetta er hápunkturinn og við ætlum heldur betur að njóta þess og gefa allt okkar til þess að fá eitthvað út úr því - meira en bara taka þátt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik er á leið í sinn fjórða leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Belgíska liðið Gent kemur í heimsókn á Laugardalsvöll annað kvöld og er það seinni leikur liðanna í riðlinum. Fyrri leikurinn fór fram í Belgíu fyrir tveimur vikum. Sá leikur endaði með öruggum 5-0 sigri heimamanna.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann var spurður út í hvernig það væri að halda sér í standi á þessum árstíma og spila leiki á meðan Íslandsmótið væri ekki í gangi.

„Þetta er búin að vera mjög góð æfingavika. Maður er ekki að finna fyrir því, enn sem komið er allavega, að það sé eitthvað of langt á milli leikja. Við erum búnir að vera í hörkuprógrami og ekkert svo langt frá því síðasti leikur gegn Gent kláraðist. Tíminn hefur verið nýttur vel; þjálfarateymið er búið að greina þann leik vel og 'drilla' vel það sem við teljum okkur geta bætt frá síðasta leik. Ég held að við höfum undirbúið okkur eins vel og við getum og erum auðvitað í öðruvísi aðstæðum en hefur tíðkast hér á Íslandi," sagði Höskuldur.

„Ég fagna því að vera á keppnistímabili frekar en að vera farinn í einhver útihlaup á undirbúningstímabili. Það eru forréttindi að vera á keppnistímabili í nóvember, ekki að byrja í útihlaupum."

Stóra sviðið, hápunkturinn
Hvernig er að fylgjast með hinum liðunum vera í fríi á meðan þið eruð í þessari keppni?

„Ég öfunda þau ekkert. Við fáum bara okkar frí þegar að því kemur. Við sleppum við hundleiðinlegan nóvember og desember alla jafna í eðlilegu árferði. Það er fínt fyrir þau að taka sitt Tene-frí, á meðan erum við í þessari veislu. Svo fáum við okkar frí þegar að því kemur."

„Við erum alls ekki að vorkenna okkur út af löngu tímabili eða að það sé svo mikið álag eða eitthvað. Þvert á móti, núna erum við bara að einblína á þessa keppni, og þetta er ekki bara einhver keppni. Þetta er stóra sviðið, eitthvað sem allur klúbburinn og allir í kringum hann eru búnir að stefna að undanfarin ár. Þetta er hápunkturinn og við ætlum heldur betur að njóta þess og gefa allt okkar til þess að fá eitthvað út úr því - meira en bara taka þátt. Við erum þar."


Leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00. Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner