Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 08. desember 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin hjá Cloe - Svekkjandi að hún spili ekki fyrir Ísland
Cloe fagnar marki.
Cloe fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Eyjakonan Cloe Lacasse skoraði tvisvar þegar Benfica vann útisigur gegn sænsku meisturunum í Rosengård í gærkvöldi.

Cloe lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og var á þeim tíma einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.

Á þeim tíma fékk hún íslenskan ríkisborgararétt en hún gat ekki spilað með íslenska landsliðinu þar sem hún uppfyllti ekki kröfur FIFA til þess að spila með Íslandi. Í fyrra byrjaði hún svo að spila með landsliði Kanada. Óhætt er að segja að það sé svekkjandi að hún spili ekki fyrir Ísland frekar en Kanada.

Hún hefur spilað með Benfica í Portúgal frá því hún yfirgaf ÍBV og hefur verið að leika gríðarlega vel.

Cloe gerði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í gær og kom Benfica í 2-1 forystu. Benfica bætti við einu marki til viðbótar í seinni hálfleiknum.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá mörkin sem Cloe skoraði - og önnur mörk leiksins - en landsliðsmiðvörðurinn Guðrún Arnardóttir lék með Rosengård í leiknum og átti í talsverðu basli með Cloe. Rosengård er úr leik á meðan Benfica er enn að berjast um það að komast áfram.


Athugasemdir
banner
banner
banner