Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. febrúar 2021 09:40
Magnús Már Einarsson
Cloé Lacasse fær ekki leikheimild með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Cloé Lacasse fær ekki leikheimild með íslenska landsliðinu þar sem hún náði ekki að uppfylla kröfur FIFA um dvalartíma á Íslandi. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Hin 27 ára gamla Cloé lék með ÍBV við góðan orðstír frá 2015 til 2019 áður en hún gekk til liðs við Benfica í Portúgal.

Cloé fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur beðið eftir að fá leikheimild með íslenska landsliðinu.

Samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir hönd nýs lands en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Portúgals.

Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfesti Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ sem sér um leyfismál, að Cloé hefði ekki uppfyllt tilskyldan kvóta.

Hin 27 ára gamla Cloé þarf því að búa samfleytt á Íslandi í fimm ár í framtíðinni til að verða gjaldgeng með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner