Kantmaðurinn Cloé Lacasse fær ekki leikheimild með íslenska landsliðinu þar sem hún náði ekki að uppfylla kröfur FIFA um dvalartíma á Íslandi. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Hin 27 ára gamla Cloé lék með ÍBV við góðan orðstír frá 2015 til 2019 áður en hún gekk til liðs við Benfica í Portúgal.
Cloé fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur beðið eftir að fá leikheimild með íslenska landsliðinu.
Hin 27 ára gamla Cloé lék með ÍBV við góðan orðstír frá 2015 til 2019 áður en hún gekk til liðs við Benfica í Portúgal.
Cloé fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur beðið eftir að fá leikheimild með íslenska landsliðinu.
Samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir hönd nýs lands en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Portúgals.
Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfesti Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ sem sér um leyfismál, að Cloé hefði ekki uppfyllt tilskyldan kvóta.
Hin 27 ára gamla Cloé þarf því að búa samfleytt á Íslandi í fimm ár í framtíðinni til að verða gjaldgeng með landsliðinu.
Athugasemdir