Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal og Di Maria mætast - „Versti þjálfari sem ég hef verið með"
Di Maria og Van Gaal.
Di Maria og Van Gaal.
Mynd: Getty Images
Argentína og Holland eigast við í átta-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun.

Það litar leikinn enn meira að þarna eru tveir menn að mætast sem eru ekki miklir vinir, í raun óvinir.

Um ræðir Angel Di Maria, kantmann Argentínu, og Louis van Gaal, þjálfara Hollands. Þeir unnu saman hjá Manchester United fyrir um átta árum síðan og endaði það ekki vel.

Van Gaal fékk Di Maria til Man Utd en Argentínumaðurinn entist bara í eitt tímabil á Old Trafford. Honum leið illa á Englandi og kunni ekki vel við þjálfara sinn.

Frá því hann yfirgaf Man Utd hefur Di Maria meðal annars sagt:: „Stjórnin vissi að vandamál mitt var með Van Gaal. Við unnum leik 3-0 þar sem ég skoraði og lagði upp. Næsta dag kallaði hann mig inn á skrifstofu til sín og fór yfir allar þær sendingar sem ég klikkaði á. Hann er versti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann verið með."

Van Gaal segir að Di Maria hafi ekki höndlað pressuna. „Hann sannfærði mig ekki í neinni af stöðunum sem hann spilaði í. Hann gat ekki höndlað þessa stöðugu pressu sem felst í því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Það var vandamálið hans."

Það er ekki gott á milli þeirra tveggja en hvor þeirra mun hafa betur í leiknum mikilvæga á morgun?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner