Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. janúar 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Darlington: Endalaust vesen á ÍBV vegna Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari Darlington, Alun Armstrong, tjáði sig snemma í þessum mánuði um að Gary Martin, leikmaður ÍBV, myndi koma með nýja vídd inn í sitt lið en Gary hefur æft með Darlington í um tvo mánuði.

Sjá einnig:
Stjóri Darlington: Gary Martin kemur með nýja vídd

Darlington vill fá Gary á láni frá ÍBV og þannig nota hann i ensku utandeildinni. Samkvæmt Alun hefur ÍBV ekki sýnt mikinn samstarfsvilja í að koma lánssamningnum í gegn. Alun er orðinn þreyttur á endalausu veseni frá ÍBV.

„Ég hef aldrei vitað um neitt sem tekur svona langan tíma. Ég var að spjalla við Gary allan föstudaginn til að ganga frá þessu máli en þá hendir ÍBV enn einu veseninu í okkur. Fáránlegt," sagði Armstrong pirraður við The Northern Echo.

„Það er lítið sem við getum gert þar sem það getur verið flókið að fá leikmann inn í okkar lið erlendis frá," sagði Armstrong og bætti við að þetta tæki tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner