Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 09. febrúar 2021 09:28
Magnús Már Einarsson
Man Utd, Liverpool og Chelsea á eftir Konate
Powerade
Ibrahima Konate er eftirsóttur.
Ibrahima Konate er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi gæti farið frá Barcelona í sumar.
Lionel Messi gæti farið frá Barcelona í sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með nýjan skammt af slúðri. Njótið!



Manchester City hefur ennþá áhuga á að fá Lionel Messi (33) frá Barcelona í sumar. City ætlar að bíða þar til í mars eða apríl eftir að reyna að semja við leikmanninn. (ESPN)

PSG ætlar að berjast við Manchester City um að fá Romelu Lukaku (27) frá Inter í sumar. (Calciomercato)

Real Madrid ætlar að selja varnarmanninn Raphael Varane (27) í sumar ef hann gerir ekki nýjan samning. PSG og Manchester United hafa sýnt honum áhuga. (Marca)

Mancheser United er með Ibrahima Konate (21) hjá RB Leipzig efstan á óskalista yfir miðverði fyrir næsta tímabil. Liverpool og Chelsea vilja líka fá Konate. (Independent)

Nígeríski kantmaðurinn Shola Shoretire (17) hefur skrifað undir fyrsta atvinnumannasamning sinn hjá Manchester United þrátt fyrir áhuga frá PSG, Barcelona, Juventus og Bayern Munchen. (Mail)

Chelsea ætlar bara að reyna að fá David Alaba (28) frá Bayern Munchen ef hann lækkar launakröfur sínar úr 400 þúsund pundum á viku. (Telegraph)

Chelsea ætlar að ræða við Thiago Silva (36) um framlengingu á samningi etir góða frammistöðu í vetur. (Mail)

Manchester United ætlar að bíða þar til í lok tímabilsins með að ræða við Ole Gunnar Solskjær um nýjan samning. (Sun)

Liverpool er að íhuga að fá Pedro Goncalves (22) frá Sporting Lisabon í janúar. (Mirror)

Möguleiki er á að leikur Manchester United og Real Sociedad í Evrópudeildinni fari fram í Torino á Ítalíu vegna ferðatakmarkanna á Spáni. (Goal)

Inter Miami, félag David Beckham, ætlar að reyna að fá varnarmanninn Kieran Gibbs (31) frá WBA í sumar. (Mail)

Inter Miami er einnig að ræða við Ryan Shawcross (33) miðvörð Stoke. (Mail)

Góð frammistaða Andreas Christensen (24) að undanförnu gæti orðið til þess að Thomas Tuchel kaupi ekki varnarmann til Chelsea í sumar. (Football London)

Liverpool fær að vita í dag hvað félagið þarf að greiða Fulham í uppeldisbætur fyrir Harvey Elliott (17). Fulham vill fá átta milljónir punda. (Sky Sports)

David Moyes, stjóri West Ham, segist hafa hafnað því að kaupa framherja á 15-20 milljónir punda í janúar. Michail Antonio (30) er eini framherji West Ham í dag. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner