Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 09. febrúar 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Tók stórt framfaraskref í þróun minni sem fótboltamaður"
Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu. Þetta er verðugt verkefni og við í Keflavík verðum klárir
Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu. Þetta er verðugt verkefni og við í Keflavík verðum klárir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tungan út í kinn er eitthvað sem ég hef gert ósjálfrátt alveg frá því að ég var lítill.
Tungan út í kinn er eitthvað sem ég hef gert ósjálfrátt alveg frá því að ég var lítill.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lykillinn að góðri spilamennsku minni síðasta sumar var sá að ég náði að setja saman það sem ég hafði lært hingað til á þeim árum sem ég hef verið í meistaraflokki
Lykillinn að góðri spilamennsku minni síðasta sumar var sá að ég náði að setja saman það sem ég hafði lært hingað til á þeim árum sem ég hef verið í meistaraflokki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er með fulla einbeitingu á það verkefni sem framundan er með Keflavík og svo sjáum við til hvað gerist.
Ég er með fulla einbeitingu á það verkefni sem framundan er með Keflavík og svo sjáum við til hvað gerist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér er í raunninni alveg sama um bikarinn, ef ég á að vera hreinskilinn. Við náðum markmiðinu okkar og áfram gakk, þetta var ekki endastöðin."

Davíð Snær Jóhannsson er unglingalandsliðsmaður sem verður nítján ára í sumar. Hann er miðjumaður og var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni síðasta sumar þegar Keflavík endaði í efsta sæti deildarinnar.

Davíð steig sín fyrstu spor með Keflavík sumarið 2018 þegar liðið féll úr efstu deild. Hann var svo í lykilhlutverki síðustu tvö sumur. Fótbolti.net hafði samband við Davíð um helgina og spurði hann út síðasta tímabil og ýmislegt annað.

Byrjum á tímabilinu með Keflavík, hver var lykillinn að góðri spilamennsku þinni síðasta sumar? Lítur þú á það sem mikinn heiður að vera valinn í lið ársins?

„Það er alltaf gaman að fá staðfestingu á því að maður hafi staðið sig vel og var þetta klárlega heiður," sagði Davíð.

„Lykillinn að góðri spilamennsku minni síðasta sumar var sá að ég náði að setja saman það sem ég hafði lært hingað til á þeim árum sem ég hef verið í meistaraflokki. Eins og hvenær ég átti að spila einfalt og hvenær ég þurfti að sprengja upp og skapa sjálfur."

„Næsta sumar fæ ég tækifæri til að læra meira, á móti betri liðum og á stærra sviði. Ég hlakka mikið til þess."


Ertu fullkomlega sáttur með eigin frammistöðu? Var eitthvað sem kom þér á óvart á síðasta tímabili?

„Það er alltaf hægt að gera betur í fótbolta og þess vegna er maður aldrei fullkomlega sáttur. Ég var samt sáttur við að upplifa að ég tók stórt framfaraskref í þróun minni sem fótboltamaður."

„Það kom mér nokkuð á óvart hversu mörg mörk við skoruðum! Við erum með virkilega gott sóknarlið en þessi fjöldi kom mér skemmtilega á óvart."


Keflavík skoraði 57 mörk í nítján leikjum, þrjú mörk að meðaltali í leik. Davíð skoraði sjálfur fjögur þeirra.

Var svekkjandi að fá ekki bikar fyrir að enda í efsta sæti? Hvað er það í þínum leik sem þú þarft að bæta til að taka næsta skref?

„Mér er í raunninni alveg sama um bikarinn, ef ég á að vera hreinskilinn. Við náðum markmiðinu okkar og áfram gakk, þetta var ekki endastöðin."

„Það sem ég ætla að bæta við minn leik er að setja beittara skot fyrir utan teig í vopnabúrið."


Hvernig líst þér á komandi leiktíð í efstu deild?

„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu. Þetta er verðugt verkefni og við í Keflavík verðum klárir."

Förum aðeins til baka, ég spurði þig út í Vålerenga í fyrra (8. maí). Hefur félagið aftur verið í sambandi síðan eða einhver annar áhugi erlendis frá í vetur?

„Það varð ekkert meira úr þessu með Vålerenga og ég hef ekki heyrt af áhuga liða erlendis í vetur. Ég er með fulla einbeitingu á það verkefni sem framundan er með Keflavík og svo sjáum við til hvað gerist."

Við vinnslu fréttarinnar, nánar tiltekið við myndaval vaknaði ein spurning.

Ég tek eftir því að það eru nokkrar myndir af þér með tunguna út í kinn, er þetta eitthvað sem þú gerir ósjálfrátt í leik eða mikil tilviljun að þetta náist á filmu?

„Tungan út í kinn er eitthvað sem ég hef gert ósjálfrátt alveg frá því að ég var lítill. Þær eru því mjög fáar boltamyndirnar af mér sem eru ekki með tungu í kinn."

Aðeins meira af léttu efni að lokum, mig langar að spyrja þig út í 'hina hliðina', svör sem tengjast 2002 árganginum. Baldur Hannes sagði að þú færir á eitthvað 'panic' á eyðieyjunni góðu. Er það rétt metið hjá honum? Svo skaustu aðeins á að það hefðu verið mestu vonbrigðin að vera með Kristal í herbergi á sínum tíma, hvaða vesen var á honum?

„Baldur Hannes er einhver rólegasti maður sem ég þekki svo það er nokkuð ljóst að hann myndi að minnsta kosti ekki panica."

„Ég vil hafa hlutina á hreinu og væri því ekki líklegur til að taka taka af skarið við svona aðstæður. Ef hann vill kalla það panic „then so be it. :)‘‘

„Varðandi Kristal þá er hann uppátækjasamur og orkumikill, á meðan ég er andstæðan. Ég elska samt Stallann,"
sagði Davíð að lokum.
Athugasemdir
banner
banner