Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 08. maí 2020 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snær áfram hjá Keflavík - Breytt staða hjá Valerenga
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur, er þessa dagana á reynslu hjá Valerenga í Noregi. Davíð æfði einnig með Valerenga fyrir áramót en samningur hans við Keflavík rann út í október síðastliðnum." segir í frétt Fótbolta.net þann 2. mars síðastliðinn.

Þar segir einnig að nýtt þjálfarateymi sé tekið við hjá norska félaginu. Davíð Snær, sem er sonur Jóhanns Birnis Guðmundssonar, fyrrum leikmanns Watford í ensku úrvalsdeildinni, sagði í samtali við Dagavisen (í mars), að hann reiknaði með að skrifa undir í Noregi.

Miklar breytingar hjá Valerenga
Fótbolti.net hafði samband við Davíð í vikunni og spurði hvernig hefði gengið í Noregi í þessari seinni ferð Davíðs til Valerenga.

„Ég fór fyrst út í nóvember og gekk það mjög vel. Þjálfarinn, Ronny Deila, var ánægður með mig og voru menn hjá félaginu mjög áhugasamir um að fá mig í næsta glugga," sagði Davíð við Fótbolta.net.

„Staðan breyttist mikið hjá þeim um áramót. Það urðu þjálfaraskipti og félagið lenti í fjárhagsvandamálum. Þeir fóru í það að losa leikmenn í stað þess að fá þá inn."

„Þar sem yfirmaður knattspyrnumála var spenntur að fá mig þá bauð félagið mér að koma aftur út svo að nýi þjálfarinn gæti séð mig en það var ljóst þegar ég kom út að það var eitthvað allt annað upp á teningnum og stemningin mikið breytt. Það varð því ekkert úr þessu."


Býst Davíð við því að Valerenga hafi samband þegar Norðmenn hafa náð tökum á heimsfaraldrinum?

„Nei, það geri ég ekki."

Verður með Keflavík í sumar
Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fótbolti.net hafði þá var Davíð samningslaus og frjálst að fara annað. Hvernig sér hann sumarið fyrir sér?

„Ég gekk nýlega frá nýjum samningi við Keflavík og hlakka ég mikið til sumarsins með þeim. Umgjörðin er frábær og ég tel að Keflavík sé rétti staðurinn fyrir mig til þess að bæta mig. Ég hef fengið mikinn spiltíma sem hjálpar mér að þróa minn leik og það er aðalatriðið fyrir mig í dag."

Lék þrjátíu U17 ára landsleiki
Davíð sló í fyrra met og er í dag sá leikmaður sem hefur leikið flesta landsleiki með U17 ára landsliði Íslands í sögunni. Davíð var að lokum spurður hvort það hefði mikla þýðingu fyrir sig að slá það met.

„Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að fá tækifæri til að spila með landsliðunum. Ég hugsa ekki svo mikið um fjölda leikjanna en að slá met er auðvitað skemmtilegt," sagði Davíð.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner