Mikel Arteta, stjóri Arsenal var ekki ánægður með varnarleik liðsins í 2-2 jafntefli gegn Sporting á útivelli í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Eftir að Arsenal komst yfir í leiknum skoraði Sporting tvö mörk en sjálfsmark tryggði Arsenal jafntefli.
„Miðað við að við fengum á okkur tvö mörk á útivelli en náðum samt jafntefli. Við verðum að taka eitthvað jákvætt út úr þessu en við fengum tvö léleg mörk á okkur. Við gáfum þeim von með alltof mörgum mistökum á okkar eigin helming," sagði Arteta.
Hann segir að liðið verði að gera mun betur í seinni leiknum á Emirates vellinum í London.
„Þetta er enn galopið, þegar við spilum á heimavelli verðum við að sýna að við erum betra liðið," sagði Arteta.
Athugasemdir