Diario AS greinir frá því að franski framherjinn Karim Benzema hjá Real Madrid sé að glíma við sjöundu meiðslavandræði sín á tímabilinu.
Benzema er 35 ára, hann gat ekki æft í dag og missti aftur af æfingu í dag. Það er nokkuð ljóst að hann verður ekki með gegn Espanyol um helgina.
Benzema er 35 ára, hann gat ekki æft í dag og missti aftur af æfingu í dag. Það er nokkuð ljóst að hann verður ekki með gegn Espanyol um helgina.
Ferland Mendy og David Alaba voru fyrir á meiðslalistanum.
Benzema er sagður vera að glíma við ökklameiðsli og æfði einn í líkamsræktarsalnum á meðan félagarnir æfðu. Real Madrid mætir Liverpool í seinni viðureign liðanna í Meistaradeildinni í komandi viku en spænska liðið vann 5-2 í fyrri leiknum. Þá er El Clasico í spænsku deildinni á sunnudeginum þar á eftir.
Athugasemdir