fim 09. mars 2023 19:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa: Arsenal í kröppum dansi í Portúgal - Þægilegt hjá Roma og West Ham
Mynd: Getty Images

Arsenal hefur aðeins einu sinni tekist að vinna Sporting í Portúgal en það var árið 2018 þegar Danny Welbeck skoraði eina markið.


Slæma gengi Arsenal heldur áfram en liðið byrjaði þó vel í kvöld. William Saliba kom liðinu yfir en Goncalo Inacio jafnaði metin fyrir Sporting fyrir lok fyrri hálfleiks.

Paulinho kom svo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en Arsenal hafði byrjað þann síðari eins og þann fyrri.

Hidemasa Morita leikmaður Sporting skoraði síðasta mark leiksins en hann setti boltann í eigið net. Morita og Sebastian Coates fengu áminningu í leiknum og verða því í banni þegar liðin mætast á Emirates í síðari leiknum.

Roma er í góðum málum eftir sigur á Real Sociedad á Ítalíu í kvöld en Stephan El Shaarawy kom liðinu yfir og Marash Kumbulla gulltryggði liðinu 2-0 sigur.

Michail Antonio var hetja West Ham sem vann AEK Larnaca í fyrri leik liðanna á Kýpur í kvöld. Antonio skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en síðara markið var einkar glæsilegt.

Antonio kenndi sér meins í síðari hálfleik og var tekinn af velli fyrir Gianluca Scamacca en vonandi fyrir West Ham að það sé ekki alvarlegt.

Evrópudeildin:

Union Berlin 3 - 3 St. Gilloise
0-1 Victor Boniface ('28 )
1-1 Josip Juranovic ('42 )
1-2 Yorbe Vertessen ('58 )
2-2 Robin Knoche ('69 )
2-2 Robin Knoche ('69 , Misnotað víti)
2-3 Victor Boniface ('72 )
3-3 Sven Michel ('89 )

Bayer 2 - 0 Ferencvaros
1-0 Kerem Demirbay ('9 )
2-0 Edmond Tapsoba ('86 )

Sporting 2 - 2 Arsenal
0-1 William Saliba ('22 )
1-1 Goncalo Inacio ('34 )
2-1 Paulinho ('55 )
2-2 Hidemasa Morita ('62 , sjálfsmark)

Roma 2 - 0 Real Sociedad
1-0 Stephan El Shaarawy ('13 )
2-0 Marash Kumbulla ('87 )

Sambandsdeildin:

AEK Larnaca 0 - 2 West Ham
0-1 Michail Antonio ('36 )
0-2 Michail Antonio ('45 )

Sherif 0 - 1 Nice
0-1 Ayoub Amraoui ('45 )

Anderlecht 1 - 1 Villarreal
0-1 Manu Trigueros ('28 )
1-1 Anders Dreyer ('57 )




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner