Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 09. júní 2024 10:33
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Líklegt byrjunarlið Hollands gegn Íslandi - Einn án félags
Icelandair
Byrjunarlið Hollands gegn Kanada.
Byrjunarlið Hollands gegn Kanada.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Á morgun, mánudagskvöld, mætast Holland og Ísland í vináttulandsleik hér í Rotterdam. Hollenska liðið er að búa sig undir Evrópumótið en það er með Frakklandi, Póllandi og Austurríki í riðli í Þýskalandi.

Holland vann 4-0 sigur gegn Kanada í liðinni viku en Memphis Depay, Jeremie Frimpong, Wout Weghorst og Virgil van Dijk skoruðu mörkin.

Memphis Depay er félagslaus eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid og er væntanlega ákveðinn í að halda áfram að sýna sig og sanna fyrir áhugasömum félögum.

Búast má við því að Van Dijk, Nathan Ake og Denzel Dumfries komi allir inn í vörnina. Cody Gakpo sóknarmaður Liverpool var ónotaður varamaður gegn Kanada en ætti að koma inn í byrjunarliðið núna.

Jeremie Frimpong átti stórleik á vængnum hjá Kanada og Ronald Koeman landsliðsþjálfari vill væntanlega halda áfram að láta reyna á hann í því hlutverki.

Micky van de Ven spilaði sem vinstri bakvörður gegn Kanada og gæti gert slíkt hið sama á morgun.

Hvort Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, geti tekið einhvern þátt í leiknum er óvíst en hann er að jafna sig á ökklameiðslum sem gerðu það að verkum að hann missti af lokakafla liðins tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner