Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 09. júlí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH og Stjarnan fljúga saman til Írlands á þriðjudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á þriðjudag munu leikmannahópar og starfslið FH og Stjörnunnar fljúga saman til Írlands.

Á fimmtudag spila liðin seinni leiki sína í Sambandsdeildinni og eru andstæðingar beggja liða frá Írlandi. Hóparnir fljúga svo saman heim eftir leikina á fimmtudag.

FH mætir Sligo Rovers klukkan 17:00 á íslenskum tíma og Stjarnan mætir Bohemians klukkan 18:45 á íslenskum tíma.

FH spilar í bænum Sligo þar sem búa ríflega nítján þúsund manns. Stjarnan spilar á þjóðarleikvangi Íra í Dublin.

FH leiðir einvígið gegn Sligo með einu marki gegn engu því Steven Lennon skoraði fyrir FH undir lok leiksins í gær. Staðan í einvígi Stjörnunnar og Bohemians er 1-1, Emil Atlason kom Stjörnunni yfir í gær en Írarnir jöfnuðu í seinni hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner