Finnarnir Eetu Mömmö og Dani Hatakka verða ekki áfram í herbúðum FH á næstu leiktíð.
Þetta staðfestir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Þetta staðfestir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Mömmö er finnskur unglingalandsliðsmaður sem var á láni hjá FH frá ítalska félaginu Lecce í sumar. Hann spilaði ellefu leiki í Bestu deildinni og skoraði eitt mark.
Hatakka er miðvörður sem kom til FH eftir að hafa átt gott tímabil með Keflavík í fyrra. Hann náði ekki að fylgja því tímabili eftir hjá Fimleikafélaginu og fær ekki áframhald á samningi.
Steven Lennon, sem lék með Þrótti, seinni hluta sumars er þá búinn að yfirgefa FH, en það var greint frá því í sumar. Heyrst hefur að Þróttur hafi áhuga á því að halda í Skotann.
Nokkrir aðrir leikmenn eru að verða samningslausir en FH er með þau mál í skoðun hjá sér.
FH:
Björn Daníel Sverrisson (1990) - 16.11
Steven Lennon (1988) - 16.10
Ólafur Guðmundsson (2002) - 16.10
Vuk Oskar Dimitrijevic (2001) - 16.10
Eggert Gunnþór Jónsson (1988) - 16.11
Finnur Orri Margeirsson (1991) - 15.11
Kjartan Henry Finnbogason (1986) - 16.11
Dani Hatakka (1994) - 16.11
Daði Freyr Arnarsson (1998) - 16.10
Dagur Traustason (2005) - 16.10
Arngrímur Bjartur Guðmundsson (2005) - 16.10
Baldur Kári Helgason (2005) - 16.10
Athugasemdir