Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 09. nóvember 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Heimir búinn að ákveða hverjir byrja frammi í Króatíu
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera búinn að ákveða framlínuna fyrir leikinn gegn Króötum á laugardag.

Alfreð Finnbogason, Björn Bergmann Sigurðarson og Kolbeinn Sigþórsson eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Alfreð og Jón Daði Böðvarsson byrjuðu saman frammi í síðasta leik gegn Tyrkjum. Jón Daði verður að öllum líkindum frammi gegn Króatíu en spurning er hver verður með honum. Heimir segist vera búinn að ákveða framlínuna ásamt Helga Kolviðssyni aðstoðarþjálfara.

„Við vorum búnir að því fyrir nokkrum dögum en það væri óeðlilegt að segja frá því," sagði Heimir við Fótbolta.net í dag aðspurður hvort að hann væri búinn að ákveða hverjir byrja frammi.

61% lesenda Fótbolta.net vilja að Viðar Örn Kjartansson fái tækifærið frammi gegn Króötum samkvæmt könnun sem var á síðunni á dögunum.

Einnig er mögulegt að leikmaður af kantinum eða miðjunni fari fram og í því samhengi hefur Jóhann Berg Guðmundsson helst verið nefndur til sögunnar. Jóhann átti meðal annars að byrja frammi gegn Tyrkjum í undankeppni EM fyrir tveimur árum en meiðsli komu í veg fyrir það.

Hér að neðan er viðtalið við Heimi í heild sinni.
Heimir: Stig í Króatíu setur okkur í bílstjórasætið
Athugasemdir
banner
banner
banner