Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 10. janúar 2023 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn Finns ekki að koma heim til Íslands þrátt fyrir áhuga
Kolbeinn Birgir FInnsson.
Kolbeinn Birgir FInnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

En samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá hefur Kolbeinn ekki í hyggju að snúa heim strax, hann er ekki á leið til Íslands.

Það er þó möguleiki á því að hann skipti um félag erlendis en hann hefur leikið með varaliði Borussia Dortmund, sem spilar í þýsku C-deildinni, undanfarið þrjú og hálft ár.

Núgildandi samningur hins 23 ára gamla Kolbeins rennur út næsta sumar.

Kolbeinn hefur spilað 12 af 17 leikjum varaliðs Dortmund í deildinni en liðið er í 14. sæti af 20. liðum.

Liðið spilar með þriggja miðvarða kerfi og Kolbeinn hefur að mestu verið að spila þar sem miðvörður vinstra megin. Hann hefur einnig spilað sem vinstri bakvörður og vinstri kantmaður á tímabilinu.

Kolbeinn, sem á að baki tvo A-landsleiki, er uppalinn með Fylki og er það eina félagið sem hann hefur spilað með hér á landi. Þá hefur hann einnig verið á mála hjá Groningen og Brentford erlendis.
Athugasemdir
banner
banner
banner