mán 09. janúar 2023 12:53
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Valur vill fá Kolbein Finns
Kolbeinn Birgir Finnsson.
Kolbeinn Birgir Finnsson.
Mynd: Getty Images
Nacho Heras, varnarmaður Keflavíkur.
Nacho Heras, varnarmaður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 var sagt frá því að Valur hefði áhuga á að fá Kolbein Birgi Finnsson, fyrrum leikmann Fylkis, í sínar raðir.

Hinn 23 ára gamli Kolbeinn er hjá varaliði Borussia Dortmund sem spilar í þýsku C-deildinni. Núgildandi samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Kolbeinn hefur spilað 12 af 17 leikjum varaliðsins í deildinni en liðið er í 14. sæti af 20. liðum.

Liðið spilar með þriggja miðvarða kerfi og Kolbeinn hefur að mestu verið að spila þar sem miðvörður vinstra megin. Hann hefur einnig spilað sem vinstri bakvörður og vinstri kantmaður á tímabilinu.

Arnar Grétarsson hefur verið að taka til í leikmannahópi Valsmanna og hefur Nacho Heras, varnarmaður Keflavíkur, einnig verið orðaður við Hlíðarendafélagið. Sigurður Garðarsson, formaður Keflavíkur, sagði hinsvegar í viðtali um helgina að hann hefði ekkert heyrt frá Valsmönnum vegna Nacho.

Komnir í Val
Elfar Freyr Helgason frá Breiðabliki
Kristinn Freyr Sigurðsson frá FH
Sverrir Páll Hjaltested frá Kórdrengjum (var á láni)

Farnir frá Val
Andri Adolphsson í Stjörnuna
Arnór Smárason í ÍA
Ágúst Eðvald Hlynsson í Breiðablik (var á láni frá Horsens)
Heiðar Ægisson í Stjörnuna
Jesper Juelsgaard
Lasse Petry hættur
Rasmus Christiansen
Sebastian Hedlund til Öster
Útvarpsþátturinn - Flóttinn frá Keflavík og ótímabæra spáin
Athugasemdir
banner
banner
banner