Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   lau 10. febrúar 2024 12:40
Aksentije Milisic
Ange: Bláa spjaldið mun eyðileggja leikinn okkar
Mynd: Getty Images

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham Hotspur, hraunaði yfir sú hugmynd að bláa spjaldið yrði tekið upp í fótboltanum.


Bláa spjaldið gæti orðið hluti af fótboltanum en ef dómarinn gefur það spjald þarf leikmaður að yfirgefa völlinn og vera í kælingu í boðvangnum í tíu mínútur vegna brots síns.

Gera á tilraunir með notkun bláa spjaldsins í einhverjum stórum keppnum á næstunni. Margir eru ósáttir með þessa hugmynd og er Ange einn af þeim.

„Hvað gerir það að bæta einu spjaldi enn við? Úrræði við þessum brotum eru til. Ef það er ekki verið að beita þessum úrræðum til að fá þær niðurstöður sem fólk vill, gerið það þá. Það er breytingin sem ætti að vera að gera," sagði Ange.

„Það að annað liðið sé manni færri í tíu mínútur, vitið þið hvað það mun gera við leikinn okkar? Það mun eyðileggja hann.“

„Kastið þessari hugmynd í ruslið, gleymið henni. Ég veit ekki af hverju þessir menn eru að blanda sér í leikinn."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner