Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 09. febrúar 2024 10:47
Elvar Geir Magnússon
Verður bláa spjaldið tekið upp í fótboltanum?
Tíu mínútna kæling á þig kallinn minn.
Tíu mínútna kæling á þig kallinn minn.
Mynd: Getty Images
Bláa spjaldið gæti orðið hluti af fótboltanum en ef dómarinn gefur það spjald þarf leikmaður að yfirgefa völlinn og vera í kælingu í boðvangnum í tíu mínútur vegna brots síns.

Gera á tilraunir með notkun bláa spjaldsins í einhverjum stórum keppnum á næstunni. Tilraunir hafa verið gerðar í yngri flokka leikjum og eru sagðar hafa skilað góðum árangri.

Fái leikmaður sitt annað bláa spjald fær hann rautt og litum verður einnig blandað þannig að eitt gult og annað blátt gefa einnig rautt spjald og algjöra brottvísun.

Möguleg innleiðing bláa spjaldsins er sagður liður í að reyna að bæta „hegðun þátttakenda“ í leiknum þar sem rannsóknir sýna aukningu í átökum á vellinum. Átök meðal leikmanna smitast svo oft til áhorfenda.

Margir eru alls ekki hrifnir af þessum hugmyndum sem koma frá IFAB, alþjóðlegu samtökunum um fótboltareglurnar. Þar á meðal Alexander Ceferin, forseti UEFA, sem lýsir því sem 'dauða fyrir fótboltann' að taka upp tímabundna kælingu.

„Kastið þessari hugmynd í ruslið, gleymið henni. Ég veit ekki af hverju þessir menn eru að blanda sér í leikinn," sagði Ange Postecoglou stjóri Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner