Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. september 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Valdi að spila fyrir Ísland eftir að hafa rætt við Þorstein
Icelandair
Amanda Andradóttir
Amanda Andradóttir
Mynd: Guðmundur Svansson
Í leik gegn Häcken í Meistaradeildinni á dögunum.
Í leik gegn Häcken í Meistaradeildinni á dögunum.
Mynd: Guðmundur Svansson
Amanda Andradóttir var á dögunum valinn í íslenska kvennalandsliðið í fyrsta sinn. Amanda verður átján ára í desember og er gífurlega efnileg.

Hún er í dag leikmaður Vålerenga í Noregi og spilar þar með Ingibjörgu Sigurðardóttur. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar og Önnu Angvik Jacobsen. Anna er norsk og því getur Amanda valið hvort hún spilar fyrir Noreg eða Ísland á sínum landsliðsferli.

Landsliðsþjálfarinn um Amöndu:
Fundaði með Amöndu og Andra - „Setti spilin á borðið"

Amanda var í viðtali við Vísi sem birt var í morgun. Þar var hún spurð út í landsliðið.

„Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland," segir Amanda við Vísi. Hún var spurð hvort að ákvörðunin hafi verið erfið.

„Já og nei. Ég hef spilað með yngri landsliðum Íslands og vil bara halda áfram að spila fyrir Ísland. Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég bjó á Íslandi og hef spilað þar í yngri flokkum." Amanda á að baki samanlagt tólf leiki með U16 og U17 og hefur í þeim skorað tíu mörk.

Hún segir samtal við landsliðsþjálfarann Þorstein Halldórsson hafa hjálpað til við ákvörðunina:

„Ég talaði náttúrulega við hann og tók eiginlega endanlega ákvörðun eftir að hafa verið búin að tala við hann. Þetta var fínt samtal, hann útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa og þá tók ég endanlega ákvörðun," sagði Amanda við Vísi.

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner