Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, er að snúa til baka vegna meiðsla í læri. Höjlund hefur ekki spilað með United á tímabilinu en hann meiddist í undirbúningsleik í júlí.
Þá var sagt frá því að Höjlund yrði frá í sex vikur. Sex vikur eru liðnar frá leiknum gegn Arsenal á undirbúningstímabilinu, en óvíst er hvort Höjlund sé klár í að spila alveg strax.
Þá var sagt frá því að Höjlund yrði frá í sex vikur. Sex vikur eru liðnar frá leiknum gegn Arsenal á undirbúningstímabilinu, en óvíst er hvort Höjlund sé klár í að spila alveg strax.
Næsti leikur United verður gegn Southampton um helgina og var upphaflega planið að Höjlund myndi snúa til baka í þeim leik. ESPN fjallar um að Höjlund verði metin í þessari viku og að engir sénsar verði teknir.
Höjlund náði einungis að spila einn æfingaleik í sumar eftir lélega frammistöðu á EM með Dönum. United vill passa upp á sinn aðalframherja og passa að hann fái að komast hægt og rólega í takt þar sem hann er ekki í leikformi. Hann hefur náð að æfa nokkrum sinnum einn, en hefur ekki æft með liðinu frá því að hann meiddist.
Höjlund átti ágætist tímabil í fyrra eftir að hann var keyptur frá Atalanta á 72 milljónir punda síðasta sumar. Hann byrjaði hægt en komst svo í góðan takt við liðið, en hafði svo aftur hægt um sig í markaskorun í lok tímabils.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 7 | 6 | 0 | 1 | 13 | 2 | +11 | 18 |
2 | Man City | 7 | 5 | 2 | 0 | 17 | 8 | +9 | 17 |
3 | Arsenal | 7 | 5 | 2 | 0 | 15 | 6 | +9 | 17 |
4 | Chelsea | 7 | 4 | 2 | 1 | 16 | 8 | +8 | 14 |
5 | Aston Villa | 7 | 4 | 2 | 1 | 12 | 9 | +3 | 14 |
6 | Brighton | 7 | 3 | 3 | 1 | 13 | 10 | +3 | 12 |
7 | Newcastle | 7 | 3 | 3 | 1 | 8 | 7 | +1 | 12 |
8 | Fulham | 7 | 3 | 2 | 2 | 10 | 8 | +2 | 11 |
9 | Tottenham | 7 | 3 | 1 | 3 | 14 | 8 | +6 | 10 |
10 | Nott. Forest | 7 | 2 | 4 | 1 | 7 | 6 | +1 | 10 |
11 | Brentford | 7 | 3 | 1 | 3 | 13 | 13 | 0 | 10 |
12 | West Ham | 7 | 2 | 2 | 3 | 10 | 11 | -1 | 8 |
13 | Bournemouth | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 10 | -2 | 8 |
14 | Man Utd | 7 | 2 | 2 | 3 | 5 | 8 | -3 | 8 |
15 | Leicester | 7 | 1 | 3 | 3 | 9 | 12 | -3 | 6 |
16 | Everton | 7 | 1 | 2 | 4 | 7 | 15 | -8 | 5 |
17 | Ipswich Town | 7 | 0 | 4 | 3 | 6 | 14 | -8 | 4 |
18 | Crystal Palace | 7 | 0 | 3 | 4 | 5 | 10 | -5 | 3 |
19 | Southampton | 7 | 0 | 1 | 6 | 4 | 15 | -11 | 1 |
20 | Wolves | 7 | 0 | 1 | 6 | 9 | 21 | -12 | 1 |
Athugasemdir