Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 10. október 2021 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Van Gaal um Barcelona: Þegar illa gengur er útlendingunum kennt um
Louis van Gaal
Louis van Gaal
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, segir að sagan sé að endurtaka sig hjá spænska félaginu Barcelona en hann þekkir það af eigin reynslu.

Barcelona er að ganga í gegnum mikla erfiðleika í rekstri og inn á velli.

Liðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sjö leikjunum og situr í 7. sæti en Börsungar eru að íhuga að reka Ronald Koeman.

Van Gaal segir þetta ekki nýtt af nálinni hjá Barcelona að kenna útlendingunum um stöðu liðsins. Hann þjálfaði Börsunga frá 1997 til 2000 og svo aftur í hálft tímabil frá 2002 til 2003. Hann fékk mikla gagnrýni sem þjálfari liðsins og sýndi hann Koeman stuðnings á blaðamannafundi í dag.

„Sagan endurtekur sig. Þetta eru týpiskir hlutir sem eiga sér stað hjá Barcelona. Þegar hlutirnir ganga vel og menn standa sig vel í leikjum, eins og Frenkie de Jong hefur gert síðustu ár, þá er ekkert til að hafa áhyggjur af, en þegar það gengur illa þá horfir Barcelona alltaf á útlendingana og í þessu tilfelli er það þjálfarinn," sagði Van Gaal.

„Ég ráðlegg honum að pæla ekkert of mikið í þessu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner