Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fim 10. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stones með fyrirliðabandið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn öflugi John Stones verður með fyrirliðaband enska landsliðsins í kvöld þegar England tekur á móti Grikklandi í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar.

England er í B-deildinni í ár og mætir Grikkjum í toppslag þar sem báðar þjóðir unnu fyrstu tvo leikina sína gegn Írum og Finnum.

Landsliðsfyrirliðinn Harry Kane er tæpur vegna smávægilegra meiðsla og mun því byrja leikinn á bekknum. Stones fær því að byrja landsleik sem fyrirliði í fyrsta sinn á ferlinum.

Stones er 30 ára gamall og hefur spilað 81 keppnisleik fyrir enska landsliðið. Hann er leikmaður Manchester City og hefur spilað 262 leiki á rúmum átta árum hjá félaginu og unnið ógrynni titla í leiðinni.

„Hér er einn af stærstu draumum barnæsku minnar að rætast. Þetta er líka draumur að rætast fyrir fjölskylduna mína sem fær að horfa á mig ganga út á völlinn með fyrirliðabandið. Ég get ekki þakkað Lee (Carsley, þjálfara) nógu mikið fyrir þetta tækifæri. Þetta er ótrúleg stund fyrir mig," sagði Stones á fréttamannafundi í gær. „Þetta er stund sem ég mun aldrei gleyma."

Jack Grealish er einnig tæpur fyrir slaginn gegn Grikkjum og byrjar líklega á bekknum ásamt Kane.

„Við viljum ekki taka áhættur með neina leikmenn, það er mikilvægt að heilsan þeirra sé í fyrsta sæti," sagði Lee Carsley bráðabirgðaþjálfari meðal annars á fundinum.
Athugasemdir
banner
banner