
Ísland 3 - 5 Úkraína
0-1 Ruslan Malinovskiy ('14 )
1-1 Mikael Egill Ellertsson ('34 )
1-2 Oleksii Hutsuliak ('45 )
1-3 Ruslan Malinovskiy ('45 )
2-3 Albert Guðmundsson ('59 )
3-3 Albert Guðmundsson ('75 )
3-4 Ivan Kaliuzhnyi ('85 )
3-5 Oleh Ocheretko ('88 )
Lestu um leikinn
0-1 Ruslan Malinovskiy ('14 )
1-1 Mikael Egill Ellertsson ('34 )
1-2 Oleksii Hutsuliak ('45 )
1-3 Ruslan Malinovskiy ('45 )
2-3 Albert Guðmundsson ('59 )
3-3 Albert Guðmundsson ('75 )
3-4 Ivan Kaliuzhnyi ('85 )
3-5 Oleh Ocheretko ('88 )
Lestu um leikinn
Ísland tapaði gegn Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM í miklum markaleik í kvöld. Ísland byrjaði leikinn vel og Ísak Bergmann Jóhannesson fékk fyrsta tækifærið en skaut framhjá.
Stuttu síðar náðu Úkraínumenn forystunni þegar Vitalii Mykolenko fór illa með Guðlaug Victor Pálsson og Hákon Arnar Haraldsson. Hann keyrði upp kantinn og sendi boltann fyrir á Ruslan Malinovskiy sem skoraði með góðu skoti.
Mikael Egill Ellertsson jafnaði metin eftir frábært einstaklingsframtak. Hann lék á einn varnarmann og keyrði inn á teiginn. Hann var í góðri fyrirgjafastöðu en hann skaut og skoraði.
Hann gerði sig hins vegar sekan um slæm mistök undir lok fyrri hálfleiks þegar hann hitti ekki boltann inn á teig Íslands. Oleksii Hutsuliak fékk boltann og skoraði af öryggi.
Í blálok fyrri hálfleiks bætti Malinovskiy við sínu öðru marki og þriðja marki Úkraínu.
Albert Guðmundsson var í stuði í seinni hálfleik. Hann minnkaði muninn eftir klukkutíma leik þegar hann skoraði með flugskalla eftir fyrirgjöf frá Hákoni Arnari.
Hann jafnaði síðan metin þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Ísland fékk hins vegar skell þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Ivan Kaliuzhnyi, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, skoraði með viðstöðulausu skoti fyrir utan teiginn og kom Úkraínu aftur yfir.
Stuttu síðar innsiglaði Oleh Ocheretko sigur Úkraínu með skoti fyrir utan teiginn. Þetta tap er dýrt í baráttunni um 2. sætið í riðlinum. Úkraína er í 2. sæti með 4 stig en Ísland í 3. sæti með 3 stig. Ísland mætir Frakklandi á Laugardalsvelli á mánudaginn.
Athugasemdir