Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   sun 10. nóvember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Inter Miami úr leik í MLS-bikarnum - Dagur Dan áfram eftir vítakeppni
Brad Guzan fagnar í andlitið á Luis Suarez á lokasekúndum leiksins
Brad Guzan fagnar í andlitið á Luis Suarez á lokasekúndum leiksins
Mynd: Getty Images
Dagur Dan er kominn áfram
Dagur Dan er kominn áfram
Mynd: Getty Images
Deildarmeistarar Inter Miami eru úr leik í MLS-bikarnum, úrslitakeppni deildarinnar, eftir að hafa tapað fyrir Atlanta United, 3-2, í oddaleik í nótt.

Miami komst yfir á 17. mínútu er Matias Rojas hamraði boltanum í þaknetið af stuttu færi en senegalski sóknarmaðurinn Jamal Thiare skoraði tvö mörk á þremur mínútum.

Miami sótti án afláts í þeim síðari og skilaði það árangri á 65. mínútu er Lionel Messi jafnaði metin með skalla af stuttu færi. Luis Suarez, samherji Messi, lenti í einhverju orðaskaki við Brad Guzan, markvörð Atlanta, eftir markið þar sem sá úrúgvæski var að nudda salt í sárin.

Stundarfjórðungi fyrir leikslok gerði Bartosz Slisz sigurmark Atlanta með þrumuskalla.

Atlanta bjargaði á línu og þá varði Guzan frá Suarez á lokasekúndunum. Guzan nýtti auðvitað tækifærið til að taka eitt eldsnöggt fagn fyrir framan Úrúgvæann áður en dómarinn flautaði til leiksloka.

Varnarleikur Miami varð liðinu að falli. Liðið var allt of opið og gaf Atlanta auðveld mörk. Sóknarleikurinn hefur oft verið betri á þessu tímabili. Suarez, sem var einn af markahæstu mönnum deildarinnar, skoraði aðeins eitt í þremur leikjum gegn Atlanta og fór oft illa með góðar stöður í nótt.

Inter Miami úr leik. Liðið setti stigamet í deildinni og varð deildarmeistari sem tryggði því sæti á HM félagsliða næsta sumar, en vonbrigðin samt mikil að detta snemma út í MLS-bikarnum, sem er eftirsóttasti titill tímabilsins.

Dagur Dan og félagar hans í Orlando City eru komnir áfram í undanúrslit Austur-deildarinnar eftir að hafa unnið Charlotte eftir vítakeppni.

Liðin voru að eigast við í oddaleik og var útlitið alls ekki gott eftir rúmar 80 mínútur er Karol Swiderski skoraði fyrir Charlotte.

Dagur Dan hafði farið af velli aðeins tveimur mínútum áður og Orlando var á því augnabliki á leið úr keppni.

Þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fengu heimamenn í Orlando vítaspyrnu. Facundo Torres fór á punktinn en Kristijan Kahlina sá við honum. Frákastið datt aftur út á Torres sem skoraði. Torres eðlilega létt að hafa náð að bjarga andliti á síðustu sekúndunum.

Í vítakeppninni skoraði Orlando úr fjórum spyrnum sínum á meðan Charlotte klikkaði á tveimur vítum.

Orlando fer því áfram og mætir Atlanta í undanúrslitum Austur-deildar.
Athugasemdir
banner
banner