Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. janúar 2022 11:03
Elvar Geir Magnússon
Er ekki gaman að vera í PSG?
Kylian Mbappe, einn besti leikmaður heims.
Kylian Mbappe, einn besti leikmaður heims.
Mynd: EPA
Jonathan Liew, fréttamaður Guardian, ritaði áhugaverðan pistil sem birtist í morgun en þar veltir hann því fyrir sér hvort skortur á gleði innan herbúða Paris Saint-Germain spili stóran þátt í því að Kylian Mbappe virðist hafa takmarkaðan áhuga á að vera áfram.

Mbappe hefur lengi átt sér draum um að spila fyrir Real Madrid, eitthvað sem hann hefur ekki farið leynt með. Í nóvember kom út sjálfsævisaga Mbappe í myndasöguformi í samstarfi við teiknarann Faro.

Í bókinni stefnir Mbappe á að spila fyrir Real Madrid og er meira að segja heimsóttur af Ronaldo og Zidane í draumi. Síðar í bókinni er Mbappe svo boðið til Madrídar og hann lýsir þeirri lífsreynslu sem þeirri bestu á ævi sinni.

„Eitt ríkasta félag heims, undir ekki neinum fjárhagslegum þrýstingi, er á barmi þess að missa einn besta leikmann heims á frjálsri sölu. Meðal annars vegna þess að Ronaldo heimsótti hann í draumi," skrifar Liew.

„Það virðist ríkja óánægja hjá PSG, innan vallar sem utan. Hver einasta sókn virðist þvinguð. Sérhver sigur er eins og tímabundin lausn frá þjáningu. Í hverri viku kemur ný afhjúpun úr klefanum og það er eins og allir séu að djamma en enginn að skemmta sér af alvöru."

Það er núningur varðandi ýmislegt hjá franska stórliðinu og fjölmiðlar í landinu fjölluðu um óánægju eftir að Lionel Messi mætti ekki á æfingu daginn eftir að hann hélt einkaveislu til að fagna Ballon d'Or gullknettinum. Samkeppnin um markvarðarstöðuna milli Keylor Navas og Gianluigi Donnarumma er sögð skapa dramatík og hjónaband Mauro Icardi er sífellt í slúðurblöðunum.

„Á sama tíma er Achraf Hakimi sagður óánægður með varnarskipulag liðsins. Eina sem maður getur sagt við hann: Lastu ekki samninginn? Við hvaða félag hélstu að þú værir að skrifa undir?," segir Liew í pistli sínum.

„Þetta er ansi merkilegt. 37 ára milljarðamæringur frá Katar kaupir fótboltafélag með ótakmarkað fjármagn til að laða að bestu leikmenn heims til einnar bestu borgar heims. Síðan hefur hann unnið sjö franska meistaratitla með samtals 101 stigs mun. Á pappírnum, ef við leggjum siðferðið til hliðar, hljómar þetta eins og skemmtilegasta verkefni fótboltans. En einhverra hluta vegna er það ekki þannig. Það lyktar af óánægju og er yfirþyrmandi og gleðilaust."

„Er þetta ástæðan fyrir því að Mbappe er að fara? Líklega ekki en þetta hjálpar ekki. Ástæðan er sennilega ástlaust hjónaband sem er komið að leiðarlokum í bland við markmið um að uppfylla æskudraum. Sama hverjar hvatir Mbappe eru þá er erfitt að sjá þetta sem annað en dóm yfir PSG. Þrátt fyrir öll auðæfi sín virðist félagið hafa villst af leið," segir Liew.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner