Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var kaldhæðinn á blaðamannafundi í gær eftir að liðið spilaði við Swansea í enska bikarnum og vann 3-1.
Guardiola og hans menn eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig, fimm stigum á undan Manchester United í öðru sæti.
Gengi City var ekki gott til að byrja með á leiktíðinni en liðið hefur tekið miklum framförum síðustu vikur.
Það var nánast búið að afskrifa City í titilbaráttunni um tíma og ákvað Guardiola að nýta sér það í samtali við blaðamenn í gær.
„Fyrir tveimur eða þremur mánuðum áttum við ekki möguleika, við áttum enga möguleika á að verða meistarar eða ná Meistaradeildarsæti," sagði Guardiola.
„Nú erum við tilbúnir, kannski ættum við ekki að spila fleiri leiki í ensku úrvalsdeildinni því við erum nú þegar orðnir Englandsmeistarar."
„Ég skil ekki af hverju við þurfum að spila gegn Tottenham og svo Everton? Ég skil það ekki því við erum orðnir meistarar."
Athugasemdir